Skip to main content
Skip table of contents

Tollgengi og bankagengi

Til að Tollkerfið reikni gjöld og kostnað á sama hátt og Tollstjóri er nauðsynlegt að hafa rétta gengisskráningu í kerfinu.

Bankagengi

Bankagengi er notað af staðlaða BC kerfinu til að bóka innkaupin á vörurnar og reiknar út upphæð í ISK m.v. gengisskráningu í bankagengi. Tollkerfið reiknar einnig út innkaupsverð miðað við bankagengi svo notast sé við rétt gengi við kostnaðarverðsútreikning.

Til að skrá bankagengi á gjaldmiðil er farið í gluggann Gjaldmiðlar.

Þá opnast gluggi með öllum gjaldmiðlum skráðum í kerfinu.

Til að skrá bankagengi er gjaldmiðillinn sem á að uppfæra valinn og farið í hnappinn Aðgerðir og Gengi í aðgerðaborða. Við það opnast nýr gluggi Gengi gjaldmiðils þar sem hægt er að skrá nýtt gengi.

Gengisupphæð táknar upphæð í viðkomandi mynt ( dæmi 1 €).

Upphæð viðmiðunargengis er þá ISK í okkar tilfelli ( 1€ = 150 kr.)

Í flestum tilfellum er þessi tafla lesin inn í gegnum bankasamskiptakerfi Wise daglega af þeim sem sjá um bankasamskiptin.

Tollgengi

Tollgengi er notað til að reikna út verðmæti vörunnar gagnvart tollstjóra og ákvarðast gjöld, tollar og virðisaukaskattur út frá því verðmæti. Tollgengi er gefið út vikulega af Tollstjóra og er lesið inn í BC með aðgerð sem er að finna á flýtileiðaborða í hlutverki Tollakerfis undir Tollgengi.
Til að sækja gengið er aðgerðin Sækja tollgengi valin og þar er valið að Sækja Gengi Innflutningur.
Til að skrá gengið í kerfið er valið Skrá í NAV.

Mælt er með því þar sem fleiri en eitt fyrirtæki eru í grunni, að haka í Lesa inn í öll fyrirtæki því þá þarf aðeins að keyra þessa keyrslu einu sinni í hverjum gagnagrunni.

Þróun tollgengis er svo hægt að skoða með því að opna Tollgengi, þar birtist listi yfir þá gjaldmiðla sem skráðir eru í kerfið og skráningar á hvern og einn bæði fyrir tollgengi inn- og útflutnings.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.