Skip to main content
Skip table of contents

Tollkerfisgrunnur

Í tollkerfisgrunni eru sett inn skilyrði og sjálfgildi fyrir Tollkerfið ásamt bókunarstýringum.

image-20250114-140133.png

Tollskýrslunúmeraröð: Hér þarf að setja inn númeraröð fyrir tollskýrslur. Þessi númer birtast í reit 7 á tollskýrslu Tilvísunarnúmer.

Vörureikninganúmeraröð: Hér þarf að setja inn númeraröð fyrir erlenda reikninga.

Dreifing kostnaðar: Í boði er Fobverð eða Nettóþyngd. Oftast notað Fobverð, það þýðir að verðmætasta varan tekur á sig mestan hluta viðbótarkostnaðar.

Vátrygging %: Hér er oftast sett inn 1% nema innflytjandi hafi sérsamning við Tryggingarfélag.

Sjálfgefið kostnaðarsniðmát: Hægt að setja inn sjálfgefið kostnaðarsniðmát, þá kemur það sjálfkrafa þegar tollskýrsla er stofnuð og þarf að breyta ef nota á annað.

M-gjald: Gamla póstfylgibréfagjaldið = 250

Tengsl milli brúttó og nettó: Hér skal haka við ef nettóþyngd í tollskjali á alltaf að fyllast út sem 90% af brúttóþyngd. Ef fyrirtæki eru að flytja inn mikið af nettóvigtarskyldum vörum, skal ekki haka hér.

Dreifing bönnuð fyrir KGskylt: Hér er hægt að ákveða hvort dreifing nettóvigtar úr haus niður á línum sé heimil fyrir nettóvigtarskyldar vörur. Almennt séð ef tollflokkur er nettóvigtarskyldur þá þarf að handskrá nettóþyngd fyrir sérhverja línu.

Dreifing nettóþyngdar á línu: Hér getur notandi ákveðið hvernig dreifa skal nettóþyngd niður á línur. Almennt er dreift eftir Fob verðmætum en einnig er hægt að dreifa eftir mælieiningarmagni og er þá miðað við magn stofn á línu.

Skrá sjálfkrafa nettóþyngd við skráningu magns: Hér getur notandi ákveðið hvort nettóþyngd fyllist út í línu við skráningu magns og þá miðað við þá forsendur sem eru á bak við vöruna sem er á viðkomandi línu.

Stemma vörureikning við línur: Hér er alltaf hakað í til að vörureikningur stemmi við línur í tollskýrslu.

Prenta forprentaða skýrslu: Þá koma línur á útprentun tollskýrslu og ekki þarf að nota forprentuð blöð.

Villutékka við innlestur: Ef hakað er við hér fer kerfið í gegnum allt villutékk strax við afritun úr innkaupapöntun. Oftast ekki sett hak hér.

Réttindi uppfæra söluverð: Ef notast á við vöruverðsútreikning í tollakerfinu er hakað í þennan reit.

Kostnaðarverðs breytingar viðmið: Hér má setja inn viðmiðunarprósentu fyrir kostnaðarverð. Hækki kostnaðarverð umfram þá prósentu litast viðkomandi lína rauð.

Aðferð söluverðsútreikninga: Hér er aðferð við söluverðsútreikning ákveðin, valið á milli framlegðar- eða álagningarhlutfalls.

Uppfæra söluverðflokka: Hér má haka við ef verið er að nota söluverð en ekki eingöngu verð af vöruspjaldi.

Stofna verðsögu: Hér er hakað við ef óskað er eftir að verðsaga stofnist þegar vöruverðsútreikningur er framkvæmdur og söluverð breytist.

Uppfæra söluverð á vöruspjaldi: Hér má haka við ef óskað er eftir að uppfæra söluverð á vöruspjaldinu þegar vöruverðsútreikningur er framkvæmdur.

Tegund verðflokks: Þegar notast er við valmöguleikann að uppfæra söluverðflokka þarf að velja hér tegund verðflokks og stendur valið um Allir viðskiptamenn eða Verðflokkur viðskiptamanna.

Verðflokkur söluverðs: Hafi Verðflokkur viðskiptamanna verið valinn þarf að velja hér hvaða verðflokk á að uppfæra. Einungis er hægt að velja einn verðflokk.

Leyfa lokun tollskýrslu: Opnar fyrir að notandi geti lokað tollskýrslu án bókunar. Ef það eru tengdar innkaupapantalínur þá eyðast þær við þessa aðgerð.

Læsa tengdum innkaupalínum: Til að verja innkaupalínur sem hafa verið afritaðar í tollskýrslu fyrir utanaðkomandi breytingum er sett hak í þennan reit.

Afrita dags. úr innk.pöntun: Aðgerðin stýrir því að bókunardagsetning og gjalddagi afritast úr innkaupapöntun á vörureikning í tollskýrslu.

Festa innkaupsverð: Ef hakað er í þennan reit uppfærist innkaupsverð ekki.

Uppfæra vörur út frá tollalínu: Ef hakað er í þennan reit spyr kerfið ekki hvort uppfæra eigi upplýsingar um breytingar á vöruspjaldi úr tollalínum.

Uppfæra lýsingu tollflokks út frá tollalínu: Ef hakað er í þennan reit spyr kerfið ekki hvort uppfæra eigi upplýsingar um breytingar á lýsingu tollflokks úr tollalínum.

Verðútreikningur skýrsla útlit: Hér er valið um útlit skýrslu.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.