Skip to main content
Skip table of contents

Tollskýrslulína án vöru

Í einhverjum tilfellum þarf að tollafgreiða hluti sem ekki eiga að bókast inn á birgðir. Dæmi um slíkt eru bæklingar og aðrar auglýsingavörur sem tilgreindar eru á reikningi en eiga ekki að bókast.

Þessir hlutir geta bæði komið sér í sendingu og með öðrum venjulegum vörusendingum. Það sem breytist frá hefðbundinni tollafgreiðslu er að línan er fyllt út á annan hátt og eru hér nefndir þeir reitir sem breytast.

Vörunr.: Þessi reitur er hafður tómur
Mælieiningarmagn: Þennan reit má ekki fylla út ef ekki er vörunúmer í línunni
Magn (stofn): Í þennan reit er sett magnið sem á að tolla
Fjárhagsreikn.: Hér þarf að tilgreina fjárhagslykil ef ekki á að nota vöru
Ein.verð: Ef um er að ræða vöru sem er reikningsfærð, þá skal setja inn ein.verð
Free of charge: Ef hluturinn er án endurgjalds er fyllt inn í Free of Charge í stað Ein.verð.
Vörureikn: Setja þarf inn númer vörureikningsins sem hluturinn tilheyrir. Athuga ef eini hluturinn í tollskýrslu, þá þarf að stofna vörureikning til að fylla hér út jafnvel þótt hann sé með 0 í heildarfjárhæð.
Aðrir reitir sem skylda er að hafa fyrir tollinn svo sem nettóþyngd, upprunaland, tollflokkur og vöruheiti verða að vera útfyllt.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.