Tollskýrslulína án vöru
Í einhverjum tilfellum þarf að tollafgreiða hluti sem ekki eiga að bókast inn á birgðir. Dæmi um slíkt eru bæklingar og aðrar auglýsingavörur sem tilgreindar eru á reikningi en eiga ekki að bókast.
Þessir hlutir geta bæði komið sér í sendingu og með öðrum venjulegum vörusendingum. Það sem breytist frá hefðbundinni tollafgreiðslu er að línan er fyllt út á annan hátt og eru hér nefndir þeir reitir sem breytast.
Vörunr.: Þessi reitur er hafður tómur
Mælieiningarmagn: Þennan reit má ekki fylla út ef ekki er vörunúmer í línunni
Magn (stofn): Í þennan reit er sett magnið sem á að tolla
Fjárhagsreikn.: Hér þarf að tilgreina fjárhagslykil ef ekki á að nota vöru
Ein.verð: Ef um er að ræða vöru sem er reikningsfærð, þá skal setja inn ein.verð
Free of charge: Ef hluturinn er án endurgjalds er fyllt inn í Free of Charge í stað Ein.verð.
Vörureikn: Setja þarf inn númer vörureikningsins sem hluturinn tilheyrir. Athuga ef eini hluturinn í tollskýrslu, þá þarf að stofna vörureikning til að fylla hér út jafnvel þótt hann sé með 0 í heildarfjárhæð.
Aðrir reitir sem skylda er að hafa fyrir tollinn svo sem nettóþyngd, upprunaland, tollflokkur og vöruheiti verða að vera útfyllt.