Skip to main content
Skip table of contents

Tollskýrslulínur

Tollskýrslulínurnar eru fylltar út með þeim upplýsingum sem afritaðar eru úr innkaupapöntun. Þeir reitir sem notandi þarf sérstaklega að fylgjast með eru:

  • Kóti tollflokks

  • Vörutegund

  • Lykill upprunalands

  • Nettó- og Brúttóþyngd

  • Vörureikningur

Kóti tollflokks/tollskrárnúmer

Ef ekki er útfylltur tollflokkur á vöruspjaldinu fyrir tollafgreiðsluna þarf notandi að finna réttan tollflokk fyrir vöruna og skrá í tollskýrslulínuna.

Þegar tollflokkur hefur verið fylltur út spyr kerfið hvort uppfæra eigi á vöruspjaldi. Oftast vill notandi að svo verði gert og er því þessari spurningu svarað játandi. Þá þarf ekki aftur að slá inn tollflokk fyrir viðkomandi vöru.

Vöruheiti

Vörutegund og vöruheiti eru annars vegar lýsing á tollflokki og hins vegar lýsing á vöru. Ekki er hægt að senda skýrslu til tolls án þess að tilgreina lýsingu. Vörutegund er almenn lýsing samkvæmt tollskrá en Vöruheiti er nánari lýsing á vörunni líkt og hún birtist á vörureikningi eða í birgðum innflytjanda. Best er að skrá vörutegund á tollflokkinn sjálfan með því að kafa ofan í tollskrárnúmerið og setja í Heiti.

Lykill upprunalands

Upprunaland hefur lykilþýðingu varðandi tollmeðferð því ef fríverslunarsamningur er í gildi við landið falla tollar niður af mörgum tollflokkum. Ef upprunaland er ekki skráð á vörunúmer þá þarf að skrá það inn fyrir hverja línu í tollskýrslunni. Einnig er boðið upp á að uppfæra á vöruspjaldi og er mælt með því komi varan alltaf frá viðkomandi landi. Ef ekki, er betra að vera minntur á það við hverja tollskýrslu.

Nettó- og brúttóþyngd

Mikilvægt er að skrá bæði nettó- og brúttóþyngd í tollskýrslulínur og gæta þess að samanlögð þyngd í línum stemmi við þyngd í haus tollskýrslunnar. Leyfilegt er að hafa allt að þrjá aukastafi á þyngd í línum. Mögulegt er að skrá þyngd á vöruspjald sem skilar sér í tollskýrsluna þegar það er sótt.

Vörureikningur

Gott er að fylgjast með reit sem sýnir úr hvaða innkaupapöntun og hvaða línu er verið að tolla og tengingu við vörureikninginn.

Ekki er hægt að klára tollskýrslu ef lína tilheyrir ekki neinum vörureikningi. Sjá hér línu 2, ekki er hægt að villutékka þessa tollskýrslu nema fylla út í reitinn.

Kerfið stemmir einnig af heildarfjárhæð hvers vörureiknings við upphæð í línum úthlutuðum á hann.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.