Skip to main content
Skip table of contents

Villutékk, útprentun og EDI

Tollskýrslan ætti nú að vera tilbúin fyrir villutékk og útprentun. Til að reikna skýrsluna er farið í Vinna á flýtileiðaborðanum og valið Villutékka og reikna gjöld eða Tollskýrsla undir hnappnum Skýrsla til að fá útprentun um leið og villutékk.


Eða


Við útprentun fer kerfið í gegnum villutékk í leiðinni og kemur með athugasemdir ef eitthvað nauðsynlegt vantar. Athuga ekki kemur athugasemd þó EUR1 skírteini eða yfirlýsingu vanti, notandi þarf sjálfur að huga að því.


Ef valið er að Forskoða og Loka, má sjá skýrsluna á skjá eins og hún verður send til Tollstjóra, útreiknuð. Héðan er einnig hægt að prenta skýrsluna á pappír og hlaða niður sem skrá


Gott er að fara yfir útreikningana og sjá hvaða gjöld við erum að fara að greiða, t.d. ef um er að ræða toll sem gæti verið felldur niður ef EUR skírteini fylgir og einnig vörugjöld sem gætu verið felld niður með UND skírteini. Þá lagfærum við það og prentum aftur þar til útreikningarnir eru orðnir réttir. Ekki er gott að sjá gjöld á útprentun nýja SAD eyðublaðsins og er því hægt að skoða útreikning gjalda á tollskýrslulínum og svo samantekt undir flipanum Gjöld. 


Hér er hægt að kafa ofaní reitina og sjá nánari sundurliðun á gjöldunum.
Ef um er að ræða póstsendingu þarf að skrá bögglanúmer af komutilkynningu. Farið í reitinn Pakkar hægra megin í haus tollskýrslunnar til að skrá það.


Þegar kafað er ofaní reitinn opnast nýr gluggi þar sem þarf að velja Nýtt, þá sækir kerfið Tollskýrslunúmer og hægt er að skrá bögglanúmerið í reitinn Kóti. 


Númerið birtist svo á útprentaðri skýrslu


Þegar tollskýrsla hefur verið villutékkuð og/eða prentuð læsist skýrslan fyrir breytingum og þarf að opna hana til að lagfæra eða breyta. Það er gert með því að velja aðgerðina Setja tollskýrslu í skráningu úr flýtileiðaborðanum

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.