Vöruverðsútreikningar
Mögulegt er að reikna út söluverð varanna sem eru að koma í tollskýrslunni. Skilyrði fyrir því að hægt sé að reikna söluverð er að það sé búið að reikna kostnaðarverð.
Stillingar
Stillingar fyrir vöruverðsútreikninginn eru í Tollkerfisgrunni
Réttindi – Uppfæra söluverð: Hér þarf að haka ef á að nota vöruverðsútreikninginn.
Kostnaðarverðs breytingar viðmið: Hér má setja % sem miða á við og ef kostnaðarverð hækkar umfram þá prósentu m.v. síðasta kostnaðarverð litast línan rauð.
Aðferð söluverðsútreiknings: Hægt er að velja um hvort Framlegð eða álagning stjórnar meðhöndlun % í útreikningi.
Uppfæra söluverðflokka: Hér skal haka ef verið er að nota Söluverð en ekki eingöngu verð á vöruspjaldi.
Tegund verðflokks: Ef hakað er í Uppfæra söluverðflokka skal velja hér hvaða tegund söluverðs á að uppfæra. Það þarf að velja annað hvort Allir viðskiptamenn eða Verðflokkur viðskiptamanna.
Verðflokkur söluverðs: Ef valið er Verðflokkur viðskiptamanna í Tegund verðflokks þarf að velja hvaða verðflokk á að uppfæra. Aðeins er í boði að velja 1 flokk.
Framkvæmd vöruverðsútreiknings
Velja þarf Vöruverðsútreikningar í flýtileiðaborðanum (á Aðgerðir flipa)
Þá opnast gluggi sem nýtist til verðútreikningsins.
Lykilreitir í verðútreikningslínunni eru:
Síðasta söluverð: Það er það söluverð sem er í gildi á vörunni núna skv. síðasta útreikningi
Framlegðar% óbr. söluverð: Hér er reiknuð út framlegð út frá nýju kostnaðarverði m.v. að söluverð haldist óbreytt. Í dæminu hér að ofan má sjá að framlegðin er orðin neikvæð á vörunúmeri 1001 og 1000, þ.e. kostnaðarverð er hærra en söluverðið.
Nýtt söluverð: Hér er nýtt útreiknað söluverð m.v. álagninguna sem sett var í reitinn Álagning% og Samtals kostn. á ein (sjá reitinn Kostn.verð (stofn)).
Framlegðar%: Sýnir framlegðarprósentu m.v. nýtt söluverð og nýtt kostn.verð (44% framlegð=80% álagning)