Skip to main content
Skip table of contents

Verkbeiðni stofnuð

Þegar verkbeiðni er stofnuð þarf að fylla út í ákveðna reiti á spjaldi verkbeiðar.

  1. Nr. á verkbeiðni er almennt fengið úr sjálfvirkri nr. röð. 

  1. Greint er hvaða Viðskiptamaður óskar eftir vinnunni. 

  1. Gott getur verið að setja inn Tengilið til að vita hver óskaði eftir vinnunni. 

  1. Sett er inn Verk nr. og kemur hér aðeins upp þau verk sem tilheyra völdum viðskiptamanni. 

  1. Mælt er með greinagóðri Lýsingu á vinnunni. 

  1. Verkhlutanr. verks þarf að tilgreina. 

  1. Ábyrgðaraðili kemur sjálfkrafa sá sem stofnar verkbeiðnina en hægt er að skrá annan ábyrgðaraðila. 

  1. Valkvætt er að setja aðra reiti inn eins og Lofað dags. og Umsaminn tími (klst) sem á að fara í verkið. 

Hægt er að setja hak í reitinn Reikningsfæra sérstaklega. Þegar það er valið verður til sér próförk fyrir samningslínur á þessari verkbeiðni í stað þess að hvert verk sé með sína próförk. 

Nánari lýsingu er hægt að setja í Ytri lýsing sé þörf á og jafnframt í Innri lýsing

Fylla þarf út í Úthlutun á starfsmenn, þar eru tilgreindir þeir starfsmenn sem koma að vinnunni. Hægt er að taka fram hvaða hlutverki þeir gegna, hvaða dag viðkomandi á að ljúka sinni vinni og hver sé áætlaður vinnutími starfsmannsins en það er þó valkvætt. 

Upplýsingar um Tengilið koma sjálfkrafa inn í reitina undir Tengiliður sé hann valinn í haus verkbeiðninnar. Sama á við Dagsetningar, þær fyllast út sjálfkrafa þegar vinna er skráð á verkið. Undir Nánar er boðið uppá að senda þessa verkbeiðni á viðskiptamann með tölvupósti þegar hún er úthlutuð. 

Þegar verkbeiðnin hefur verið útfyllt þarf að Úthluta beiðninni. Það er gert með hnapp efst á borða og fá þá starfsmenn sem skráðir voru á beiðnina tölvupóst um að verkbeiðni hafi verið stofnuð á þá sé sú uppsetning til staðar í Verkbeiðnagrunni.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.