Skip to main content
Skip table of contents

Virkni kerfisins

Verkbeiðnir er hægt að nálgast úr nokkrum hlutverkum. Kassar eru settir upp til að notandinn sjái og geti nálgast á skjótan hátt verkbeiðnir sem snúa að sér. Einnig er frá hlutverki hægt að Stofna verkbeiðni og fá upp lista yfir allar verkbeiðnir. 

Misjafnt hvað hlutverkin sýna og mælt með að notandinn prófi sig áfram með hvaða hlutverk henti honum best. 

Staða verkbeiðna

Verkbeiðni skiptir um Stöðu í ferli sínu í gegnum kerfið. Línur starfsmanna breyta einnig um stöðu í ferlinu og geta línur verið með mismunandi stöðu.

Staða verkbeiðna

Skýring

Skráning

Verkbeiðni og línur fá þessa stöðu þegar beiðnin er stofnuð

Hætt við

Hætt hefur verið við vinnslu á þessari beiðni/línum

Úthlutað

Verkbeiðni/línum hefur verið úthlutað til starfsmanna

Í vinnslu

Verkbeiðni/línua er komin í vinnslu

Í bið v/viðskiptavinar

Verkbeiðni/lína er í bið vegna viðskiptavinar sem skráður er á verkbeiðnina. Einnig notað ef beiðnin er í bið vegna þriðja aðila

Í bið v/okkar

Verkbeiðnin er í bið innanhúss

Leyst

Verkbeiðnin er leyst. Starfsmenn setja línur í stöðuna leyst og þegar allar línur eru komnar með stöðuna leyst og staðfesting frá verkkaupa hefur borist um að verkinu sé lokið er beiðninni lokað.

Lokið

Þegar staðfesting um að verkefninu sé lokið er beiðninni lokað og hún fær stöðuna Lokið.


Verkbeiðnalínur geta verið með mismunandi stöðu eftir því hvar í ferlinu sú beiðnalína er stödd.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.