Áætlun reiknuð út
Þegar lokið hefur verið við öll fyrri skref, þá er komið að útreikningi áætlunar. Þá er farið í lista launaáætlana og áætlunin sem um ræðir er valin (blámuð).
Farið er í aðgerðir og reikna áætlun. Þá reiknast heildarkostnaður áætlunarinnar miðað við allar forsendur, þ.e. gildandi kjarasamninga, prósentuhækkanir, eingreiðslur og breytingar á t.d. mótframlagi lífeyrissjóðs.
Áætlunina er hægt að reikna eins oft og vill.