Endurskoðuð áætlun - ferlið í skrefum
Eins og áður kom fram, þegar samþykkt áætlun hefur farið í gegnum báðar umfjallanir byggðarráðs/bæjarstjórnar má ekki breyta henni. Þá er stofnuð endurskoðuð áætlun, hana má einnig kalla viðaukaáætlun.
Áætlun er stofnuð á grunni samþykktrar áætlunar.
Fyrirhugaðar breytingar gerðar í áætlun eða forsendum.
Áætlun reiknuð út.
Fyrirhugaðar breytingar færðar í viðauka.
Viðauki lagður fram til samþykktar byggðar/bæjarráðs/stjórnar.
Ef viðauki er samþykktur þá er hann bókaður.
Ef viðauka er hafnað þarf að færa áætlun til upprunalegs horfs og viðauka eytt.
Að svo stöddu er viðaukakerfi ekki tilbúið og því verða þrjú síðustu skrefin ekki útskýrð að svo stöddu. Um leið og kerfið er tilbúið verða leiðbeiningar fullgerðar.