Forsendur áætlunar ákvarðaðar og skráðar
Við gerð launaáætlunar liggja ekki alltaf allar breytur fyrir, sem geta haft áhrif á launaáætlun. Má þá nefna kjarasamninga eða t.d. breytingar á mótframlagi lífeyrissjóðs. Ef staðan er sú að ekki er allt ljóst má áætla breyturnar og setja þær í forsendur áætlunar. Þær þarf að setja upp áður en áætlunin er reiknuð út.
Hér má sjá dæmi um nokkrar forsendubreytur:
Hér hefur verið áætlað að kjarasamningar hækki um 7,7% t.d. í takt við launavísitölu. Hægt er að setja eingreiðslur sem einskorðast við ákveðinn kjarasamning og ýmsar aðrar hækkanir.
Stofna þarf eingreiðslur frá valmyndinni, en þá stofnast þær í vinnubókum viðkomandi starfsmanna á viðkomandi kjarasamningi. Það má gera áður eða eftir að vinnubækur hafa verið sendar til samþykktar, einnig er hægt að breyta forsendum á seinni stigum áætlanavinnu, en þá er áætlunin uppreiknuð og er hægt að gera það á hvenær sem er í ferlinu.