Vinnubækur samþykktar og bókaðar
Eins og áður kom fram, þegar stjórnandi hefur lokið vinnubóka yfirferð sinni, þá merkir hann vinnubókina: tilbúin til bókunar.

Vinnubók tilbúin til bókunar
Á mismunandi vinnslustigum áætlunarinnar hafa vinnubækurnar mismunandi stöðu. Fyrst er engin staða, þ.e. þegar áætlunin er á fyrstu skrefum

Áætlun á fyrstu skrefum
Þegar vinnubækur eru tilbúnar til yfirferðar, merkir úrvinnsluaðili þær í vinnslu (eins og komið hefur fram)

Vinnubók tilbúin fyrir stjórnanda/yfirferð
Þegar stjórnandi hefur lokið sinni yfirferð merkir hann vinnubókina tilbúna til bókunar

Vinnubók tilbúin til bókunar
Þá er vinnubókin uppfærð (bókuð) í launaáætlun, en þá eru breytingar sem gerðar voru (ef á við) bókaðar inn í launaáætlunina og vinnubókin reiknuð í leiðinni.

Þá fær vinnubókin stöðuna: bókuð

og vinnubókin hverfur úr lista vinnubóka (sjálfgefin aðgerð), en það er til að ekki sé óvart gerðar breytingar á vinnubók sem búið er að bóka.
Mögulegt er að gera breytingar á vinnubók eftir að hún hefur verið bókuð, en þá þarf að taka út dagssetningu uppfærslu í áætlun og merkja hana aftur tilbúna til bókunar. Ef það er ekki gert kemur upp villa
