Vinnubækur stofnaðar
Þegar úrvinnsluaðili hefur lokið yfirferð sinni yfir launaáætlun, þarf að stofna vinnubækur. Fyrir hverja deild/málafl./deild er stofnuð vinnubók og eru þær því jafnmargar og deildirnar.
Farið er í listar > vinnubókalisti.
Þegar vinnubókalisti er valinn opnast ný valmynd þar sem valið er að stofna vinnubækur.
Þá opnast nýr gluggi með ýmsum afmörkunum.
Heiti áætlunar þarf að vera áætlunin sem verið er að vinna í, í þessu tilfelli 2024 S. Tegund vinnubókar geta verið ýmist eftir deilum eða launategundum. Þegar valið er að stofna eftir deildum, er hægt að stofna fyrir eina deild í einu eða allar, en þá er afmörkunin tóm. Þegar valið er að stofna vinnubók eftir launategundum er það valið í fellilista tegund vinnubókar og þá viðkomandi launategund valin. Sá möguleiki er þó síður notaður, því þá eru vinnubækur ekki í takt við áætlunina sem búið er að byggja upp. Þó er hægt að gera það ef stofna á vinnubók fyrir hverja launategund fyrir sig.
Hér má sjá að starfsfólk í áætluninni er í fjórum deildum og því stofnuðust fjórar vinnubækur.
Til að sannreyna að vinnubókalínur hafi stofnast í samræmi við launaáætlunina, er gott að renna einnig yfir vinnubækurnar og sjá hvort allt sé rétt. Ef ekki, þá er möguleiki að breyta/laga upplýsingum í vinnubókinni. Það er gert með því að velja vinnubókalínur (vera þá í réttri vinnubók):
Þá opnast vinnubókin með öllum áætlunarlínum niður á nöfn og launategundir, er vinnubók fyrir deild 0243 (með tveimur starfsmönnum)
Ef úrvinnsluaðili er sáttur við vinnubækur og áætlunina, þá er komið að því að senda vinnubækur til vinnslu og samþykktar stjórnenda (ef við á).