Skip to main content
Skip table of contents

Fjárhagstenging

Tenging launaliða við rekstrarlykla fjárhagsbókhaldsins er í töflunni fjárhagstenging. Þar er hverri launategund gefinn fjárhagslykill við sitt hæfi og fer það eftir óskum hvers og eins notanda hve mikið launabókhaldið sundurliðast yfir í fjárhag.

Það er hægt að nota launategundir, víddir, útborgunartegundir og greiningu vinnu til þess að stýra bókunum í fjárhag. Athugið að taflan virkar þannig að launafærslan situr eftir í neðstu línu sem hún mögulega uppfyllir allar afmarkanir í. Þannig myndi afmarkanalaus lína hafa ólíka virkni eftir því hvort hún væri efst eða neðst í töflunni.


Algengasta notkun fjárhagsstýringa er Afmörkun tegunda og Afmörkun greiningar vinnu. Best er að velja eina afmörkunartegund sem grunn að fjárhagstengingunni og nýta hinar afmarkanirnar til þess að ná meiri sundurliðun ef slíkt er nauðsynlegt. Afstemmingarlisti úr útborgun inniheldur bókunarupplýsingar þannig að auðvelt er að sjá hvort uppsetning er að skila því sem til er ætlast.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.