Greiðsla launa
Laun eru greidd út með því að lesa út textaskrá launa og orlofs og vista á öruggt svæði launafulltrúia.
Skráin er svo lesin inn sem launagreiðslubunki í bankanum og launin greidd út.
Athugið að merkja við í bankanum að um launagreiðslur sé að ræða.
Í uppsetningu launakerfisins er sá möguleiki fyrir hendi að stilla launagreiðslur þannig að greitt sé í gegnum Bankasamskiptakerfi Wise.
Þá er hakað við Nota Bankasamskiptakerfi fyrir launagreiðslur og rétt fyrirtæki valið.
Athuga þarf sérstaklega að ef þessi leið er farin við greiðslu launa og orlofs þá merkist greiðslubunkinn ekki sem launagreiðslubunki í bankanum og er því sýnilegur þeim sem hafa aðgang í bankanum til að greiða reikninga.