Skip to main content
Skip table of contents

Grunnstillingar og uppsetningarhjálp

Innskráning

Stillingar fyrir innskráningu notenda Launakerfis Wise.

Reitur

Skýring

Gerð innskráningar

Hér má velja um að hafa ekkert lykilorð fyrir Launakerfi Wise eða nota lykilorð. Ef menn vilja hafa lykilorð sem er skynsamlegt til að erfiðara sé að fara óvart í launagögn er valin Innskráningarstýring.

Skráning aðgangs

Hér er hægt að velja um að skrá allan aðgang inn í kerfið í svokallaða log skrá, skrá ekkert í hana eða að skrá eingöngu tilraunir til innskráningar með röngum lykilorðum.

Endurnýjunartími skráningar

Ef notað er lykilorð til þess að skrá sig inn í Launakerfi Wise er hægt að gera kröfu um að það sé endurnýjað eftir ákveðinn tíma. Hann er þá skilgreindur hér. Það getur verið óþægilegt að hafa hann mjög stuttan en líta þá frekar til næsta valliðar fyrir aukið öryggi.

Biðtími útskráningar

Ef notað er lykilorð til þess að skrá sig inn í kerfið er hægt að stilla það þannig að notandinn skráist sjálfkrafa út ef ekki er unnið í kerfinu í ákveðinn tíma. Þessi stilling getur því hjálpað ef notandinn skilur kerfið eftir opið óvart um stundarsakir.


Hlutverk notanda

Hlutverk notanda er stillt með því að velja tannhjól efst til hægri og þar Mínar stillingar. Þá kemur upp meðfylgjandi valmynd. Hér skal velja hlutverkið Laun.

Launakerfi Wise fylgir uppsetningaraðstoð, svokallaður álfur (e. wizard) til þess að aðstoða notanda við uppsetningu á kerfinu. Notandi er leiddur í gegn um ferlið án þess að þurfa að hafa sérþekkingu á kerfinu sem slíku.
Sláið inn Uppsetningarhjálp í leitargluggann og veljið Uppsetningarhjálp Launakerfis Wise.  

Sá notandi sem keyrir uppsetninguna er stofnaður sem stjórnandi í Launakerfi Wise.

Mælt er með því að velja sjálfvirka uppsetningu á grunngögnum og innheimtuaðilum og jafnframt er góð hugmynd að stofna prufu kjarasamning og prufu launþega. Sjá meðfylgjandi mynd.

Að lokinni uppsetningu birtast skilaboð um að uppsetningu sé lokið og síða stofngagna þess er opnuð. Þá er hægt að ljúka uppsetningu og aðlaga val að því sem fyrirtækið kýs að breyta frá staðlaðri uppsetningu.

Ef þú ert að nota Cronus B fyrirtækið þá er Wise búið að setja upp sérkerfið fyrir þig að mestu og þú þarft ekki að keyra álf.  

Í þessu tilfelli í Launakerfinu þá þarftu að stofna þig inn sem notanda og ekkert annað.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.