Skip to main content
Skip table of contents

Uppsetning hliðarkerfa

Hérna er skilgreint ef nýta á möguleika að stofna viðskiptamenn, lánardrottna eða kröfuaðila með aðgerðum úr Launakerfi. Jafnframt er skilgreint hér hvernig gögn flæða á milli mannauðskerfis og launakerfis.

ReiturSkýring
ViðskiptamennHaka þarf við tengingu til þess að koma henni á. Auk þess er hægt að skilgreina bókunarflokk, almennan viðskiptabókunarflokk og VSK viðskiptabókunarflokk sem er þá sjálfgefinn ef launamaður er stofnaður sem viðskiptamaður með aðgerð á starfsmannaspjaldi.
LánardrottnarHaka þarf við tengingu til þess að koma henni á. En auk þess er hægt að skilgreina bókunarflokk, almennan viðskiptabókunarflokk og VSK viðskiptabókunarflokk sem er þá sjálfgefinn ef launamaður er stofnaður sem lánardrottinn beint af starfsmannaspjaldi.
KröfuaðilarHaka þarf við tengingu til þess að koma henni á. Hér er skynsamlegt að vera með sérstakan bókunarflokk á lífeyrissjóðum og stéttarfélögum og færa til dæmis á lykil sem heitir Ógreidd lífeyris- og stéttarfélagsgjöld. Það auðveldar afstemmingu. Ef þetta er fyllt út er hægt að stofna lánardrottinn af spjaldi innheimtuaðila og tengja hann í sömu aðgerð.
ForðiHaka þarf við tengingu til þess að koma henni á. Síðan er hægt að skilgreina tegund forðanúmera, almennan vörubókunarflokk og VSK vörubókunarflokk fyrir forðann. Þessar skilgreiningar eru þá sjálfgefnar þegar forði er stofnaður af starfaspjaldi eins og mögulegt er með einni einfaldri aðgerð.
MannauðskerfiHér er valið hvernig gögn flæða milli Mannauðskerfis Wise og Launakerfis Wise. Hægt er að velja að gögn flæði í aðra hvora áttina eða báðar. Algengasta valið er að gögn flæði úr Launakerfi Wise yfir í Mannauðskerfi Wise. Mannauðskerfi Wise er einfalt og öflugt kerfi sem uppfyllir flestar kröfur fyrirtækja fyrir slíkt kerfi. Jafnlaunavottun í Launakerfi Wise felur í sér samspil við Mannauðskerfi Wise.



JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.