Skip to main content
Skip table of contents

Innheimtuaðilar

Innheimtuaðilar eru þeir aðilar sem innheimta iðgjöld fyrir lífeyrissjóði og stéttarfélög. Hver einasti lífeyrissjóður og hvert einasta stéttarfélag og sjóðir þess þurfa að hafa skilgreindan innheimtuaðila.
Flestir innheimtuaðilar bjóða upp á móttöku xml skilagreina og eru slík skil kölluð rafræn skil. Margir almennir lífeyrissjóðir og félög standa saman að slíkri innheimtuleið og þá má skoða á vefsíðunni http://www.skilagrein.is. Launakerfi Wise uppfærir innheimtuaðila sjálfkrafa af þeirri síðu.

Bókunum er stýrt frá innheimtuaðilum. Ráðlagt er að bóka á fjárhagsreikning Ógr. lífeyris og stéttarfélagsiðgjöld í gegn um lánardrottnakerfið. Þá er stofnaður sérstakur bókunarflokkur lánardrottna fyrir þessi gjöld og ávallt er hægt að sjá stöðu og hreyfingar sundurliðaðar á rétta aðila.
Út frá spjaldi innheimtuaðila er sá möguleiki að stofna lánardrottinn og þarf þá eingöngu að færa inn Bókunarupplýsingar á Lánardrottnaspjald. Með fyrirframskilgreindu sniðmáti er það hægt með einum smelli.
Til þess að spara sér að vera með alla mögulega kröfuaðila, þ.e. stéttarfélög og lífeyrissjóði, í kerfinu er hægt að velja Aðgerðir og síðan Sækja kröfuaðila fyrir innheimtuaðila en þá stofnar kerfið sjálft þá lífeyrissjóði og stéttarfélög sem eru tengd viðkomandi innheimtuaðila.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.