Innheimtuaðilar eru þeir aðilar sem innheimta iðgjöld fyrir lífeyrissjóði og stéttarfélög. Hver einasti lífeyrissjóður og hvert einasta stéttarfélag og sjóðir þess þurfa að hafa skilgreindan innheimtuaðila.
Flestir innheimtuaðilar bjóða upp á móttöku xml skilagreina og eru slík skil kölluð rafræn skil. Margir almennir lífeyrissjóðir og félög standa saman að slíkri innheimtuleið og þá má skoða á vefsíðunni http://www.skilagrein.is. Launakerfi Wise uppfærir innheimtuaðila sjálfkrafa af þeirri síðu.

Bókunum er stýrt frá innheimtuaðilum. Ráðlagt er að bóka á fjárhagsreikning Ógr. lífeyris og stéttarfélagsiðgjöld í gegn um lánardrottnakerfið. Þá er stofnaður sérstakur bókunarflokkur lánardrottna fyrir þessi gjöld og ávallt er hægt að sjá stöðu og hreyfingar sundurliðaðar á rétta aðila.
Út frá spjaldi innheimtuaðila er sá möguleiki að stofna lánardrottinn og þarf þá eingöngu að færa inn Bókunarupplýsingar á Lánardrottnaspjald. Með fyrirframskilgreindu sniðmáti er það hægt með einum smelli.
Til þess að spara sér að vera með alla mögulega kröfuaðila, þ.e. stéttarfélög og lífeyrissjóði, í kerfinu er hægt að velja Aðgerðir og síðan Sækja kröfuaðila fyrir innheimtuaðila en þá stofnar kerfið sjálft þá lífeyrissjóði og stéttarfélög sem eru tengd viðkomandi innheimtuaðila.