Skip to main content
Skip table of contents

Uppsetning kjarasamninga


Öflugar vinnslur eru í kerfinu varðandi kjarasamninga. Mælt er með því að kjarasamningar séu notaðir jafnvel þótt um smærri fyrirtæki sé að ræða. Einfalt er að stofna kjarasamning, einfalt að hækka launataxta og einnig er hægt að skilgreina hann þannig að kerfið vakti samningsbundnar aldurstengdar eða starfsaldurstengdar hækkanir á orlofi eða launaþrepum og láti vita við launavinnslu hverjir eiga að hækka hverju sinni.  Fyrsta skrefið í að stofna kjarasamning er að velja Stofna félag í valmynd. Það er ágætt að nota númer stéttarfélags við stofnun kjarasamnings því það er upplýsandi fyrir launþega ef kjarasamningur er birtur á launaseðli.

Sett eru inn þau gildi sem passa fyrir kjarasamninginn og síðan valið Stofna.

Með því að velja síðan Virkur samningur opnast spjald kjarasamnings þannig að hægt sé að ljúka uppsetningu hans. 
Auk hefðbundinna kjarasamninga er t.d. mögulegt að stofna akstur og dagpeninga og færa viðkomandi fjárhæðir inn í launaflokka í kjarasamningi. Þannig er einfalt fyrir fyrirtæki sem greiða bæði fyrirfram og eftirá að vera alltaf með réttar tölur í dagpeninga og kílómetragjald aksturs þó verið sé að vinna útborgun sitt hvoru megin við breytingu á viðmiðunarupphæðum. Það fylgja því ákveðnir kostir að setja sem flesta launaliði starfsmanna upp í kjarasamningum hvort sem þeir eru afleiddir af mánaðarlaunum eða fastar krónutölur. Ef þetta er gert er kjarasamningur, launaflokkur og launaþrep fest á viðkomandi launategundir aksturs og dagpeninga.
Félag er stofnað með því að velja Kjarasamningur og Nýtt. Hægt er að stofna eins mörg félög eða samningsaðila og maður vill. Undir félaginu er síðan stofnaður kjarasamningur í hægri hlutanum. Mælt er með að nýr kjarasamningur sé stofnaður við hverja samningsbundna launahækkun. Þannig verða með tímanum til margir kjarasamningar á hverju félagi og einfalt er að halda utan um allar hækkanir.

ReiturSkýring
Launategund dagvinnu (Nr.1)Það eru nokkur atriði sem eru mikilvægari en önnur við stofnun kjarasamnings. Fyrsta er launategund dagvinnu en hana þarf að stilla til þess að orlof reiknist á réttan hátt í kerfinu.
Tímar á mánuði/dag (Nr.2) Það þarf að setja inn þá tíma sem liggja eiga til grundvallar við launavinnslu. Þetta hefur áhrif á orlofstíma og tímar eru einnig nýttir til að reikna orlofs- og desemberuppbætur. Það er ekki gott ef þessar tölur passa ekki við kjarasamninga viðkomandi launþega.
Grunntaxtategund (Nr.3)Á kjarasamningsspjaldinu verður að velja, auk dagsetningar sem samningurinn gildir frá, hvaða launategund er grunnur launa skv. samningnum. Algengast er að það séu mánaðarlaun og þá eru einungis mánaðarlaunin skráð í launataxta samningsins. Allir aðrir taxtar, s.s. yfirvinna, stórhátíðakaup og þess háttar er leitt af mánaðarlaununum.
Orlofs- og desemberuppbótÞað er skynsamlegt að fylla út í orlofs- desember- og annaruppbótarreiti því að þá koma fjárhæðir beint inn á starfsmenn við útreikning á þeim. Setja á alla kjarasamninga sem hafa slíkt. 


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.