Skip to main content
Skip table of contents

Kröfubók

Kröfubók er færslubók fyrir kröfuliði útborgunar. Hægt er að skrá beint inn í bókina eða sækja færslur inn í hana og staðfesta til launavinnslu. Flestar færslur eru sóttar í aðra hluta kerfisins. Að loknum innslætti eða innlestri krafna eru færslurnar staðfestar til launavinnslu á sama hátt og launafærslurnar.

Almennt er það þó minnihluti færslna sem eru skráðar handvirkt því að flestar færslurnar eru sóttar í aðra hluta kerfisins eða lesnar inn í kerfið. Það er hægt að gera á nokkra vegu en ástæða er til þess að minnast á möguleikana sem fylgja liðunum að sækja viðskipti og sækja kröfufærslur.

Reitur

Skýring

Sækja viðskipti

Ef starfsmaður er einnig viðskiptamaður og samið um að viðskipti séu dregin af launum er þessi liður valinn til þess að sækja kröfurnar í viðskiptamannabókhaldið. Hér og gott að hafa það í huga að hafi útborgun þegar verið reiknuð er hægt að takmarka innlesturinn við það útborgunarnúmer og þar með einungis þá launþega sem tilheyra útborguninni. Hægt er að stilla kröfutegundina sem notuð er fyrir viðskiptin þannig að hún sæki heildarstöðu eða einstakar færslur og jafni þeim við viðskiptafærslurnar eftir bókun. Ef valdar eru einstakar færslur fylgir texti viðskiptafærslunnar með inn á launaseðil.

Sækja kröfufærslur

Hér er hægt að sækja eldri kröfufærslur inn í kröfubók í þeim tilgangi að nota þær aftur. Hægt er að snúa formerki ef ætlunin er að bakfæra. Þetta væri til dæmis hægt að nota við kröfur sem keyrðar eru reglulega en þó ekki í hverri útborgun.


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.