Skip to main content
Skip table of contents

Kröfutegundir

Uppsetning á kröfutegundum er í samnefndri töflu og þar eru skilgreiningar á öllum þeim kröfuliðum sem notaðir eru. Hverjum kröfulið er gefið númer og getur fjöldi þeirra verið nær ótakmarkaður. Númerin frá 1 – 50 eru frátekin af kerfinu og því þarf að nota kröfunúmer 51 eða hærra ef stofna þarf kröfutegund.
Hér er mynd af einni kröfutegund og sýnir hún þá valkosti sem notandi hefur við stofnun hennar.


Í þessu tilviki er um viðskiptakröfur að ræða og er kröfutegundin merkt þannig að hún sækir viðskiptafærslur launþega inn í launaútreikning. Þar sem það er merkt í Jöfnun viðskiptakröfu þá sækir kerfið hverja línu og jafnar við bókun. Þetta sparar launadeild að svara fyrirspurnum launþega um hvaða frádráttur sé á seðlinum sem gerist ef einungis er sótt samtala viðskipta. Það þarf að fara varlega í að merkja í þá valkosti sem tilheyra skattskilum en þær eru auðvitað flestar í færslum innan við 50 eins og nefnt er hér ofar.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.