Skip to main content
Skip table of contents

Launabók

Launabók er færslubók fyrir launaliði útborgunar. Hægt er að skrá beint inn í bókina eða sækja færslur inn í hana og staðfesta til launavinnslu. Flestar færslur eru sóttar í aðra hluta kerfisins eða ytri kerfi.

Almennt er það þó minnihluti færslna sem eru skráðar handvirkt því að flestar færslurnar eru sóttar í aðra hluta kerfisins eða ytri kerfi svo sem tímaskráningarkerfi. Athugið að kynna ykkur vel þær flýtileiðir sem eru innbyggðar í kerfið.

 • Heiti keyrslu:
  Í launabókinni er fyrst valið heiti keyrslu, þ.e. hvaða launabók á að vinna í, og er það misjafnt hvað fyrirtæki nota margar launabækur. Sumum finnst þægilegt að hafa sérstaka bók fyrir hvern hóp launþega sem unnið er með á hverjum tíma og það er skynsamlegt að hafa amk eina launabók fyrir hvern starfsmann sem kemur að launaútreikningum ef þeir eru fleiri en einn. Ef fyrirtækið er lítið eða einungis unnið með eina útborgun í einu væri nóg að hafa einungs eina sjálfgefna bók.

 • Handskráning launafærslna:
  Þarfnast líklega ekki frekari skýringa. Hægt er að skrá kennitölu EÐA nafn (byrjun á því er nóg) í reitinn Nr. þegar launaliðir eru handslegnir í launabók. Gott er að muna eftir því að fela þá reiti sem maður þarf ekki að nota til þess að fækka ásláttum við skráningu.

 • Innlestur:
  Hægt er að lesa gögn inn í launabók úr nær öllum tímaskráningarkerfum. Hér er valmynd fyrir innlesturinn og hægt er að móta sniðmát innlestrarins að viðkomandi tímaskráningarkerfi. Uppsetning samskiptanna við tímaskráningarkerfin er í stofngögnum Launakerfis Wise.
  Valinn er viðeigandi innlestur sem yfirleitt leiðir okkur að því að finna (browse) þá skrá sem lesa á inn.

 • Staðfesta:
  Hnappurinn staðfestir færslur úr bókinni og færir þær yfir til launaútreiknings. Færslurnar færast úr bókinni í töfluna Opnar færslur. Við staðfestingu þarf að velja þá launaútborgun sem færslurnar eiga að tilheyra. Ef útborgun hefur ekki verið stofnuð er boðið upp á að stofna hana.


Aðgerðablað launabókar

Á þessu blaði eru tvær áhugaverðar aðgerðir sem sjaldan þarf að grípa til en geta flýtt mikið fyrir.

 • Að stofna fastar bækur úr launabók getur flýtt mikið fyrir við upphaf notkunar kerfisins. Þá eru allir þeir launaliðir sem eiga að vera í föstum bókum á störfum einungis skráðir hér í bókina og síðan eru þeir færðir inn á störfin með þessari aðgerð.

 • Að leiðrétta laun aftur í tímann er leikur einn þegar aðgerðin Leiðrétting launa er notuð. Þá eru færslurnar sem leiðrétta á sóttar í launabók, formerki yfirleitt snúið um leið, og síðan er kerfið látið reikna nýjar færslur miðað við nýjar forsendur sem eru yfirleitt nýjir launataxtar en stundum einnig launaflokkatilfærslur, breytingar á persónuálagi eða annað þess háttar.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.