Launaliðir í Excel
Sá möguleiki er fyrir hendi að taka út launaliði í Excel. Uppsetningin er undir Stjórnun, Excel import og Excel uppsetning. Síðan þarf að fara í að velja nýtt - stofna nýja færslu, tilgreina kóða sem auðkenni excel uppsetninguna, fara í aðgerðir og uppsetning.
Hér er síðan hægt er að taka út fjölmargar upplýsingar um launafærslur og störfin sem þeim tengjast.
Þessir liðir eru:
Laun, launatengd gjöld, kröfur, einingar, tímar, starfsnúmer, aldur, starfsaldur, kyn, heiti starfs, lokað, starfshlutfall, orlof, kjarasamningur, starf hófst, starfi lauk, síðasta launagreiðsla, aðsetur 1, póstnúmer, deild, orlofsstaða, símenntunarálag, annað álag, grunntaxti, vinnuskylda, lífeyrissjóður, séreignarsjóður, stéttarfélag, sími, netfang, vídd 2, vídd 3, formúla, orlofshreyfing, yfirvinnutaxti, orlofsskuldbinding, launareikningur, orlofsreikningur, menntun, atvinnugrein, ístarfsnúmer.
Að auki geta þau fyrirtæki sem eru með Mannauðskerfi Wise og nota það til að skilgreina jafnlaunavottun fengið samtals stig hvers starfsmanns í dálk í skýrslunni. Þannig nægir skýrslan sem úttak fyrir vottunaraðila fyrirtækisins.
Hægt er að hafa útreiknaða dálka í skjalinu með því að slá reikniformúlu inn í dálkinn Formula út frá gildum í Heiti dálks.
Gildið: +E#+H#+I# leggur saman upphæð, tryggingargjald og mótframlag í lífeyrissjóð.
Hér má sjá Excel skjalið: