Launategundir
Uppsetning launaliða er í töflunni Launategundir en þar eru skilgreiningar á öllum þeim launaliðum sem notaðir eru við að greiða laun. Þessa töflu þarf að setja upp af vandvirkni og gæta þess þegar nýir launaliðir eru stofnaðir að stýringar á þeim séu réttar. Wise afhendir Launakerfið með uppsettum tillögum að launategundum og notandinn þarf einungis að gæta þess að setja rétt upp þá launaliði sem hann bætir við.
Reitur | Skýring |
---|---|
Númer | Sett er númer á launategundir. Gæta þarf þess að nota ekki númer hærra en 90000. Athugið að birting launaliða á launaseðli fer eftir númeraröð, það lægsta fyrst o.s.frv. Mælt er með að lengd númera sé það sama, t.d. 4 stafir. |
Taxtategund | Valin er taxtategund viðkomandi liðar ef sækja á hann í kjarasamninga sem skráðir eru í kerfið. |
Tegund vinnu | Hér er valið hvort um er að ræða dagvinnu, yfirvinnu eða annað. Ekki má sleppa því að velja þetta á réttan hátt en þetta stýrir meðal annars útreikningi á orlofi. |
Reitir á launamiða | Skilgreinir í hvaða reiti á launamiða fjárhæðin fer. Ef það þarf að skilgreina fleiri en einn reit ef það þarf og er þá sett komma á milli reitanna. Ef ekkert númer er valið færist launategundin í reit 02 á launamiða. |
Klukkustundir | Skilgreining á því hvað margar klukkustundir eru í einni einingu af launategundinni. Mánaðarlaun eru yfirleitt skilgreind sem 0 og tímafjöldi sóttur á kjarasamning hvers og eins launþega. |
Tegund v. skattskila | Hér þarf að velja vegna staðgreiðsluskila milli bifreiðahlunninda, dagpeninga og bifreiðastyrks á viðkomandi launategundum. |
Undir Stýringar er valin ýmis önnur hegðun útreiknings á hverri launategund. Til dæmis hvort reikna á tryggingagjald, orlof, staðgreiðslu, lífeyrissjóð og félagsgjöld.
Aðrir reitir eru fjölmargir og er hjálpartexti í forritinu yfir virkni þeirra.