Opnar færslur
Taflan inniheldur þær færslur sem staðfestar hafa verið úr skráningarbókum. Engir aðgerðahnappar eru í töflunni heldur er hún eingöngu til þæginda fyrir notendur. Að loknum launaútreikningi hverju sinni ætti þessi tafla að vera tóm. Ef hún er það ekki ætti að tæma hana með því að Afturkalla færslurnar í henni í skráningarbækurnar – launabók eða kröfubók eftir atvikum.