Orlofs- og desemberuppbót
Kerfið er með hjálparvinnslu til þess að keyra orlofs- og desemberuppbætur. Valmyndin keyrir uppbæturnar í færslubók eftir skilgreiningum og reiknar út hvað hverjum starfsmanni ber. Athugið að hægt er að velja að greiða starfsmanni þessar uppbætur við starfslok og sleppa þannig við að opna störf aftur við greiðslu uppbóta. Þá er valið í vinnslu seðils að gera upp orlofsuppbót og aftur að gera upp desemberuppbót og forritið reiknar uppbæturnar inn á launaseðilinn.
Athugið að til þess að færslur fari í launabók verður að merkja við Setja inn og velja bókarkeyrslu fyrir færslurnar. Myndin er af orlofsuppbót en desemberuppbót er unnin á nákvæmlega sama hátt.