Skip to main content
Skip table of contents

Stofna starfsmann

Almennt

Til að stofna starfsmann í kerfinu er valið Nýtt í listanum Starfsmenn eða á spjaldi starfsmannsins. Á starfsmannaspjaldinu eru settar inn upplýsingar um persónuafslátt og aðrar skattaupplýsingar eftir þörfum, bankaupplýsingar, upplýsingar um greiðslumáta og birtingu launaseðla. Að því loknu þarf að stofna starf á starfsmanninn.  

Ef það er valið að Sýna meira á spjaldi starfsmanns er myndin eins og hún er hér að ofan. Þar er meðal annars hægt að skrá tungumálakóða, viðskiptamannareikning og fleira sem getur verið afar nytsamlegt. Launaseðla er hægt að prenta út eftir tungumálakóða en þá þarf að gera það fyrir hvern tungumálakóða fyrir sig.


Skattaupplýsingar

Á neðri hluta spjaldsins eru reitir sem varða persónuafslátt og skatthlutföll. Þegar starfsmaður hefur störf hjá fyrirtækinu verður að skrá gildi í reitinn Persónuafsláttur nýttur til. Hægt er að skrá síðasta dag sem hann nýtir persónuafslátt sinn hjá öðrum vinnuveitanda en það getur verið skynsamlegt að nota síðasta dag fyrir fyrsta launatímabil starfsmanns hjá fyrirtækinu og skrá uppsafnaðan persónuafslátt sem starfsmaður kemur mögulega með með sér í þar til gerðan reit. Kerfið viðheldur síðan dagsetningu í þessum reit sjálfvirkt við hverja launavinnslu.

Ef leiðrétta þarf persónuafslátt við launaútreikning er hægt að skrá breytingar á honum handvirkt inn á spjaldi starfsmanns. Athugið að RSK samþykkir ekki sitt hvort formerkið á afslætti og launum.  Því er ekki hægt að nota mínus tölu í skráningu á uppsöfnun ef það verður til þess að persónuafsláttur innan mánaðar verður lægri en 0. Ef það er gert kemur villa við staðgreiðsluskil.

Athugið að reitir fyrir A1 vottorð og að Leyfa uppsöfnun þrepa eru eingöngu leyfilegir fyrir fyrirtæki með heimild til þess samkvæmt reglum RSK. Uppsöfnun þrepa er aldrei heimil í hefðbundnum fyrirtækjum en slíkt er einungis notað þegar verulega sveiflur eru á tekjum milli mánaða eins og kemur til dæmis fyrir á frystitogurum þar sem menn eru launalausir milli veiðiferða.

Efst á spjaldi starfsmanns er hægt að velja Bankareikningar  þar sem skráðir eru reikningar fyrir launagreiðslur og orlof sem greiða á til banka.

Þegar þessar upplýsingar hafa verið skráðar er best að huga að því að skrá þær upplýsingar sem varða starfið sem unnið er.


Tenging við viðskiptamenn

Það er hægt að tengja starfsmann við viðskiptamann og sækja sjálfvirkt hreyfingar á honum inn í launavinnslu. Það er líka hægt að stilla kerfið þannig að hver færsla á viðskiptamannreikningi komi í sér línu og með þeim texta sem fylgir henni. Jafnframt jafnast þá færslur við bókun launavinnslu. Einnig er hægt að velja að sækja heildarfjárhæð í einni línu án texta.


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.