Skip to main content
Skip table of contents

Störf

Á spjaldið Störf eru skráðar upplýsingar í starfatöflu en þar er starfsmaður tengdur við starf og haldið utan um þær upplýsingar sem tengjast því. Þannig er einfalt að reikna laun þó að hver starfsmaður sinni fleiri störfum en einu og þar af leiðandi verður upplýsingavinnsla byggð á störfum og starfsemi nákvæmari og auðveldari en ella.
Varðandi samspil Launakerfis Wise við önnur kerfi hefur þetta t.d. í för með sér að ef stofna á forða í verkbókhaldi eða framleiðslu á grundvelli starfs er það gert með einni aðgerð af starfaspjaldi en ef stofna á starfsmann sem lánardrottinn eða viðskiptamann er það byggt á persónunni og það gert frá starfsmannaspjaldi.
Með því að smella á Störf er hægt að fara inn á lista yfir störf hjá fyrirtækinu. Það er einnig hægt að velja Störf út frá skráningarspjaldi starfsmanns og sjálfsagt að velja þann möguleika þegar nýr starfsmaður hefur störf.

Ef smellt er á starfið í listanum opnast starfaspjaldið sjálft sem sést hér á næstu mynd.

Reitur

Skýring

Starfaspjald

Á starfaspjaldi er haldið utan um flest atriði er varða launaútreikninginn sjálfan. Launakerfi Wise vinnur launaútreikninginn út frá störfum en ekki starfsmönnum og það einfaldar og eykur möguleika á úrvinnslu upplýsinga um störf þó að starfsmaður sinni fleiri störfum í einu.
Á starfaspjaldinu er byrjað á að stofna starfsnúmer og fylla út Almennt flipann. Sjá lið 1 á mynd.

Útborgunartegund

Þetta er mikilvægur reitur því að hann stýrir því hvaða störf eru tekin saman í útborgun launa. Flest fyrirtæki nota þó einungis eina útborgunartegund. Sjá lið 2 á mynd.

Starf hófst

Sjálfsagt er að setja strax inn upphafsdag starfs til að halda utan um starfsferil og fleira. Sjá lið 3 á mynd.

Orlofsmeðhöndlun

Flettilisti þar sem valið er hvernig útreikningur og meðhöndlun orlofs er á viðkomandi starfi. Valmöguleikar birtast í flettilista. Orlofsmeðhöndlun er oft mismunandi milli dagvinnu og yfirvinnu og er skilgreining dagvinnunnar framan við plúsmerkið en yfirvinnunnar og annarrar vinnu aftan við það. Þannig fær starfsmaður, sem safnar tímum fyrir dagvinnu en fær orlof á yfirvinnu greitt inn á reikning, merkinguna Tímar+Reikningur. Sjá lið 4 á mynd.

Næst er rétt að skilgreina kjarasamning fyrir starfið og þá lífeyrissjóði sem greiða á til ásamt stéttarfélagi starfsmannsins. Ef valið er Vinna þá opnast valstika með þessum atriðum.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.