Skip to main content
Skip table of contents

Uppfæra orlofsskuldbindingu

Flest fyrirtæki vilja geta séð í efnahagsreikningi áfallnar skuldbindingar fyrirtækisins varðandi orlofsgreiðslur og jafnframt að ávinnsla þeirra gjaldfærist í rekstrarreikningi þegar skuldbindingin myndast en ekki þegar hún er innt af hendi. Orlof er þá yfirleitt sett þannig upp að við hverja útborgun uppfærast þessar upplýsingar þannig að jafnaðartala áunnins og tekins orlofs hjá hverjum starfsmanni er færð í rekstrar- og efnahagsreikning. Samtölu þeirrar bókunar má sjá á afstemmingarlista útborgunar.

Ef það kemur fram breyting í þessari skýrslu þarf að keyra hana aftur, merkja við Færa og bóka síðan færslubókina sem myndast í fjárhag. JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.