Skip to main content
Skip table of contents

Almennt

Til að opna Hluthafagrunninn er farið í Uppsetning - Hluthafagrunnur.

  • Hlutafé samtals - Hér er sett inn heildarhlutafé félags. 

  • Krónur pr. atkvæði - Upplýsingar um hvað eru mörg atkvæði að baki hlutafé. 

  • Fjöldi atkvæða - Upplýsingar um heildarfjölda atkvæða. 

  • Fjármagnstekjuskatts % - Hér er almennt fjármagnstekjuskattshlutfall sett. 

  • Fjárhagslykill óráðstafað eigið fé - Bókhaldslykill óráðstafaðs eigin fjár. 

  • Hluthafafundur – yfirnotandi - Hægt að velja hver stjórnar hluthafafundi og hefur mestu réttindin í tengslum við hann. 

  • Póstfang regluvarðar - Póstfang regluvarðar sem sent er á ef viðskipti innherja eða annarra tengdra aðila eiga sér stað. 

  • Skráarheiti innherjaviðskipta - Valinn geymslustaður og heiti skrár sem innherjaviðskipti eru skráð í og send eru á regluvörð. 

  • Skylda nr. hlutabréfs - Ef hakað er í reitinn er ekki hægt að bóka hlutafjárhreyfingar án þess að skrá númer þess.  Þetta er ekki hægt að nota hjá þeim sem lesa gögn frá Nasdaq. 

  • Gjaldmiðilskóti - Hér skal skrá gjaldmiðil hlutafjár ef hann er í annarri mynt en uppgjörsmynt. 

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.