Arðgreiðslur
Þegar reikna á arð til hluthafa er það gert undir aðgerðinni Reikna arð sem er að finna undir Arðgreiðslur.
Setja þarf Dagsetningu hluthafafundar, Arðgreiðsluprósentu eða Arðgreiðsluupphæð, Bókunardagsetningu og Númer fylgiskjals.
Þessi aðgerð reiknar arðinn fyrir hvern hluthafa og skráir í færslubók til bókunar. Einnig myndast fjárhagsfærsla á óráðstafað eigið fé og ógreiddan arð samkvæmt uppsetningu í stofngögnum. Ef sú ákvörðun er tekin að greiða út arð með hlutafé í félaginu er hægt að setja prósentuhlutfall þess sem greiðist með hlutafé og gengi bréfa. Það er gert undir flipanum Arður greiddur með nýju hlutafé.
Til að sjá færslur er farið í viðeigandi hlutafjárbók.
Færslubók arðgreiðslna
Byrja þarf á að setja upplýsingar um arðgreiðsluna í hlutafjárbókakeyrsluna.
Þar þarf að skrá fylgiskjalsnúmer, dagsetningu hluthafafundar og upplýsingar um mótbókun arðsins. Þegar það er komið er hægt að fara í hlutafjárbókina smella á Vinna - Sækja ógreiddan arð. Þessi aðgerð kemur með tillögu í færslubókina að greiðslum til hluthafa. Hægt er að skrá greiðslu á bankareikning annars aðila en hluthafans sjálfs en það er gert með því að smella á hnappinn Lagt inn á bankareikning annar aðila, eingöngu sá notandi sem er tilgreindur í Hluthafagrunni getur lagt inn á bankareikning annars aðila.
Þegar búið er að yfirfara hlutafjárbókina þarf að smella á Vinna - Skrifa ógreiddan arð í textaskrá en við það myndast skrá sem hægt er að sækja í bankann til að greiða arðinn. Þegar staðfest er að allt sé greitt er arðgreiðslan bókuð.
Haus og fótur arðsbréfs og ávísunar
Með því að fara í Uppsetning > Haus og fótur arðsbréfs er hægt að velja viðeigandi sniðmát til að nota.