Hluthafafundir
Á árlegum hluthafafundum eru teknar ákvarðanir um greiðslu arðs og útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Hluthafakerfið hjálpar til við þessar aðgerðir.
Hluthafafundur
Hluthafafundir - Hluthafafundur. Þessi aðgerð er notuð þegar fundur fer fram. Þá þarf að skrá inn í kerfið þá hluthafa sem mæta á fundinn. Það er gert bæði til að halda utan um mætingu sem og notað ef kjósa þarf í stjórn eða um ákveðin mál.
Stofna bók
Fyrst er stofnuð bók sem gefið er heitið FUNDUR eða annað lýsandi nafn og henni gefið hak í Er fundarsniðmát. Fundardagsetning er slegin inn og lýsing á fundi, t.d. Aðalfundur xxx. Því næst er bókin opnuð og þá er tvennt sem verður að athuga:
Fundur - Er heitið á bókinni, velja þarf bókina, t.d. sem var stofnuð.
Bók - Eru þeir aðilar sem skrá inn hluthafa á fundinn. Mikilvægt er að búa til nýja bók fyrir hvern notanda, skýra t.d. með nafni notanda.
Þetta er hægt að gera beint frá Hluthafafundur með því að fara inn í Bók og stofna þaðan.
Hluthafi er síðan sóttur ásamt nafni og atkvæðafjölda. Ef viðkomandi er með umboð frá hluthafa er kennitala og nafn slegin inn á viðeigandi stað. Ef umboðsmaður er með umboð fyrir hluta af hlutafé hluthafans þarf að velja tegund umboðs, Hluti af hlut, og skrá atkvæðahluti. Þegar skráningu er lokið þarf að prenta út atkvæðaseðil.
Prenta út mætingarlista og atkvæðaseðla
Þegar innskráningu er lokið er hægt að prenta út mætingarlista í hnappnum Skýrslur í borðanum til að afhenda fundarstjóra.
Stjórnarkjör
Hægt er að velja stjórnarmenn með því að fara í Uppsetning > Stjórnarkjör og skrá þá sem eru í framboði sem aðalmenn og varamenn.