Skip to main content
Skip table of contents

Hluthafaupplýsingar

Til að skrá nýjan hluthafa er farið í Hluthafar - Hluthafar - Nýtt.

Skrá þarf almennar upplýsingar svo sem nafn, kennitölu, heimilisfang o.fl. og auk þess er hægt að skrá bankaupplýsingar viðkomandi. Þær eru þó óþarfar fyrir þá sem fá Nasdaq til að greiða arðinn fyrir sig svo framarlega sem viðkomandi hluthafi eigi skráðan VS-reikning. VS-reikningur þarf að vera til staðar.

Í borða hluthafaspjalds er hægt að kalla fram Hlutafjárhreyfingar. Einnig er hnappur í borða merktur Innherji og þar má setja inn upplýsingar um innherja þegar það á við. 

Hægt er að kalla fram Hreyfingayfirlit fyrir viðkomandi hluthafa þegar ýtt er á Hreyfingayfirlit undir Skýrslur í borða Hluthafaspjalds. 

Þegar farið er í Hluthafar - Hluthafar, kemur upp listi með öllu skráðum hluthöfum.  Þegar lína er valin birtast  ýmsar upplýsingar um viðkomandi hluthafa. Hægra megin verða sýnilegar upplýsingar sem hægt er að skoða nánar. Hægt er að kafa ofan í reitina Hlutafjárstaða, Hreyfing, Arður til að fá hreyfingayfirlit. Einnig kemur fram hvort viðkomandi hluthafi sé merktur Innherji eða sé undanþeginn fjármagnstekjuskatti. 

Ef hluthafi er á skrá yfir aðila sem undanþegnir eru fjármagnstekjuskatti kemur sjálfkrafa hak sem staðfestir það. Ef viðkomandi borgar einhverra hluta vegna annað fjármagnstekjuskattshlutfall en skráð er í stofngögnum, kemur ekki hak. Ef hluthafi er skráður innherji kemur hak í hluthafaspjaldið hans því til staðfestingar.  

Innherji

Hér er yfirlit yfir skráða innherja viðkomandi félags, tengsl þeirra við félagið sem og tengsl við aðra innherja ef einhver eru. Skráning er gerð á spjaldi hvers hluthafa. 

Skilgreining á innherja

Innherji er aðili sem býr yfir eða hefur aðgang að trúnaðarupplýsingum vegna eignaraðildar, aðildar að stjórn, rekstri eða eftirliti eða vegna annarra starfa á vegum útgefanda verðbréfa sem skráð hafa verið í kauphöll eða á skipulegum tilboðsmarkaði.  

Innherji getur einnig verið hver sá sem hefur fengið vitneskju um trúnaðarupplýsingar og hafi viðkomandi vitað eða mátt vita hvers eðlis upplýsingarnar voru. 

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.