Nasdaq Samskipti
Hér er sett inn slóð tengingarinnar við Nasdaq. Fyrst þarf að sækja um tengingu hjá Nasdaq. Eftir það er notendanafni og lykilorði úthlutað. Þegar valinn er hnappurinn Hlaða upp Nasdaq skilríki er beðið um lykilorðið á skilríkinu, notandi slær það inn og smellir á Enter. Við það vistast lykilorðið.
Notandi - Notandanafn að vefþjónustu Nasdaq.
Aðgangsorð - Aðgangsorð að vefþjónustu Nasdaq.
Hlutafélag ISIN númer - ISIN númer fyrirtækis eins og það er skráð hjá Nasdaq.
Bókarsniðmát - Bókarsniðmát fyrir færslur sem myndast við innlestur frá Nasdaq.
Bókarkeyrsla - Bókarkeyrsla fyrir færslur sem myndast við innlestur frá Nasdaq.