Skip to main content
Skip table of contents

Rafrænn innlestur

Þeir sem handfæra hlutafjárhreyfingar færa þær í hlutafjárbók á sama hátt og gert er með venjulegar fjárhagsfærslur. Þeir sem sækja færslur frá Nasdaq gera það með aðgerðinni Rafrænn innlestur sem er að finna undir Tímabilsaðgerðir.  

  • Innlestur - Einn takki sem sækir allar færslur og uppfærir hluthafa.

  • Árekstrarvörn - Athugar hvort að færslan sé til í færslubók og hvort það sé búið að bóka hana líka.

  • Sjálfvirk bókun - Í Hluthafagrunninum er hægt að haka í stillingu sem heitir Sjálfvirk bókun, þá bókast allar færslurnar sem koma með í innlestrinum.

Kerfið sækir umbeðnar upplýsingar frá Nasdaq og birtir í töflunni þegar búið er að fylla út valmyndina og smellt er á hnappinn Sækja og lesa inn færslur frá Nasdaq.  

Neðst í listanum koma upplýsingar um fjölda hreyfinga og að hreyfingar verði lesnar inn í færslubók.  

Einnig kemur neðst í listann athugasemd ef færslur hafa þegar verið bókaðar inn í kerfið. Þeim færslum verður sleppt í innlestri í færslubók.  Þegar færslur eru lesnar frá Nasdaq er ráðlegt að taka ekki daginn í dag með. Það skapar árekstra ef færslur dagsins eru skráðar inn í skömmtum. Gæta þarf þess að engar óbókaðar færslur séu í færslubók þegar hreyfingar eru lesnar inn. Árekstrarvörnin tekur ekki á því. 

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.