Skip to main content
Skip table of contents

Valmynd hluthafakerfis

Helstu aðgerðir í kerfinu  

Hluthafi opnar hluthafalista. Þaðan er hægt að opna hluthafaspjald með helstu upplýsingar um hvern hluthafa. Í hnappnum Hluthafi á spjaldinu er einnig hægt að setja inn innherjaupplýsingar ef það á við, ásamt tengslum hans við félagið og aðra innherja.  

Innherji sama aðgerð og í hluthafaspjaldi. Setja upp innherja og önnur tengsl. 

Rafrænn innlestur er notað við innlestur á gögnum frá Nasdaq. Það þarf að panta aðgang hjá Nasdaq og setja upp áður en þetta er virkjað.  

Rafræn afstemming  ber saman stöðu hlutafjáreignar í Hluthafakerfi við Nasdaq og sýnir mismun ef einhver er. 

Reikna jöfnunarhluti er notað ef reikna þarf út jöfnunarhluti. 

Reikna arð útbýr arðgreiðslur á hluthafa. 

Skýrslur og greining kalla fram samantektir úr kerfinu samkvæmt virkni hverrar skýrslu og afmörkunum.  

Hluthafafundur heldur utan um hluthafafundi. Þar er t.d. hægt að skrá fundargesti, prenta út atkvæðaseðla og mætingarlista. 

Uppsetning þarf að fara í gegnum áður en byrjað er að nota kerfið. Þar eru helstu grunnupplýsingar settar inn svo sem hlutafé samtals, skattaupplýsingar og tenging við Nasdaq. 

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.