Skip to main content
Skip table of contents

SmartPay uppsetning

image-20241205-150142.png

Almennt

Reitur

Skýring

Nota greiðslumáta tækis

Þessi reitur snýr að því hvernig rétt verslun og posatæki fyrir posatengingu eru fundin í kerfinu.  Ef þessi reitur er óvirkur þá er gert ráð fyrir því að verslun og posatæki séu fundin út frá notandanum.  Inn í notandauppsetningu er möguleiki að skilgreina hvaða verslun og posatæki tengjast notandanum.  Ef það er hins vegar ekki skilgreint, þá fær notandinn val um verslanir og posatæki þegar hann velur að reikningur skuli greiddur með korti.  Ef þessi reitur er virkur, þá eru verslun og posatæki tengd við greiðslumátann inn í Uppsetning greiðslumáta og verslun og posatæki fundið út frá því hvaða greiðslumáta notandinn velur þegar greiða á með korti.

Greiðsluleiðir

Hérna er valið hvaða greiðsluhnappa á að bjóða upp á inn á sölureikningum eða sölupöntunum. Velja skal þá sem þörf er á með því að halda niðri Ctrl hnappi á lyklaborði og klikka á viðeigandi greiðsluleiðir sem verða þá valdar.  Ef ekki er valið að breyta, þá eru allar greiðsluleiðir sjálfkrafa valdar.

Vefþjónustuslóð

Hér skal setja inn slóðina á vefþjónustuna sem posarnir tengjast.  Þessi vefþjónusta er rekin af Wise.  Setja skal https://mtls.stykki.is í reitinn.

Skilríki

Þessi reitur segir til um hvort búið er að lesa inn skilríki fyrir vefþjónustuna sem posarnir tengjast.  Aðgerð til að lesa inn skilríki er í aðgerðastikunni.  Þetta þarf að gera þegar kerfið er sett upp.

Aðgerðir

Reitur

Skýring

Hlaða upp skírteini

Wise sendir skrá með skírteini. Skírteinið þarf til að auðkenna á móti posavefþjónustunni. Geyma skal skrána og fara síðan í þessa aðgerð. Þegar gluggi birtist þar sem beðið er um að velja skírteini skal draga skrána inn í gluggann.

Fjarlægja skírteini

Þessi aðgerð fjarlægir skírteinið sem áður hefur verið hlaðið inn.


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.