Tæki
Stofna þarf öll posatæki inn í kerfið og tengja við þá verslun sem posatækið tilheyrir.
Reitur | Skýring |
---|---|
Kóði verslunar | Auðkenni verslunar sem posatæki tilheyrir. Wise gefur upplýsingar um auðkenni verslunar fyrir posatæki. |
Auðkenni tækis | Setja skal hér auðkenni posatækis sem fengið er frá Wise eða posafyrirtæki. Auðkenni tækis er oft raðnúmer posatækis sem hægt er að finna á tækinu. |
Nafn tækis | Hér skal setja inn heiti og tegund posatækis. |
Veitandi | Heiti þess fyrirtækis sem var gerður samningur við um að útvega posa. Sem dæmi má setja hér Verifone ef posar eru fengnir frá Verifone. |
Stutt heiti | Lýsandi heiti sem segir hvaða verslun posatæki tilheyrir og mögulega einnig staðsetningu tækis. |
Raðnúmer | Raðnúmer posatækis er sett hér inn. Raðnúmer posatækis er hægt að finna á tækinu en stundum er það að finna undir rafhlöðunni. Athuga skal að ekki er um að ræða raðnúmer á dokku sem fylgir tækinu, heldur tækinu. |
Getur prentað kvittun | Segir til um hvort posatæki er með prentara og getur því prentað kvittanir. |