Skip to main content
Skip table of contents

Tæki

Stofna þarf öll posatæki inn í kerfið og tengja við þá verslun sem posatækið tilheyrir.

image-20241205-145917.png

Reitur

Skýring

Kóði verslunar

Auðkenni verslunar sem posatæki tilheyrir. Wise gefur upplýsingar um auðkenni verslunar fyrir posatæki.

Auðkenni tækis

Setja skal hér auðkenni posatækis sem fengið er frá Wise eða posafyrirtæki. Auðkenni tækis er oft raðnúmer posatækis sem hægt er að finna á tækinu.

Nafn tækis

Hér skal setja inn heiti og tegund posatækis.

Veitandi

Heiti þess fyrirtækis sem var gerður samningur við um að útvega posa. Sem dæmi má setja hér Verifone ef posar eru fengnir frá Verifone.

Stutt heiti

Lýsandi heiti sem segir hvaða verslun posatæki tilheyrir og mögulega einnig staðsetningu tækis.

Raðnúmer

Raðnúmer posatækis er sett hér inn. Raðnúmer posatækis er hægt að finna á tækinu en stundum er það að finna undir rafhlöðunni. Athuga skal að ekki er um að ræða raðnúmer á dokku sem fylgir tækinu, heldur tækinu.

Getur prentað kvittun

Segir til um hvort posatæki er með prentara og getur því prentað kvittanir.


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.