Skip to main content
Skip table of contents

Uppsetning greiðslumáta

Í uppsetningu greiðslumáta er sett inn tenging á milli staðlaðs greiðsluháttar í BC og greiðslugerða í kerfinu.

image-20241205-151008.png

Reitur

Skýring

Kóði greiðslumáta

Þetta er staðlaður greiðsluháttur í BC. Greiðsluhættir sem eru settir hérna inn verða að hafa tilgreinda tegund og mótreikning mótbókunar þannig að greiðslur frá SmartPay bókist.

Lýsing

Lýsing á greiðslumátanum. Viðeigandi lýsing fyrir greiðslumáta fyrir kort væri sem dæmi Kortagreiðslur.

Greiðslugerð

Greiðslugerð tengist greiðsluhnöppunum sem boðið er upp á í sölureikningi og sölupöntun. Greiðslumátar með ákveðna greiðslugerð eru tengdir ákveðnum greiðsluhnöppum. Sem dæmi, þá væri greiðslumátinn KORT sem væri með greiðslugerðina Greiðslukort sá greiðslumáti sem væri notaður þegar valinn er Greiða með korti hnappurinn í sölureikningi eða sölupöntun. Ef fleiri en einn greiðslumáti er með sömu greiðslugerð, þá kemur upp gluggi þegar verið er að greiða þar sem velja þarf réttan greiðslumáta.

Auðkenni verslunar

Ef valið er í SmartPay uppsetning að nota greiðslumáta tækis, þá þarf að tilgreina hér auðkenni þeirrar verslunar sem tengist greiðslumátanum.

Auðkenni tækis

Ef valið er í SmartPay uppsetning að nota greiðslumáta tækis, þá þarf að tilgreina hér auðkenni þess tækis sem tengist greiðslumátanum.


JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.