Skip to main content
Skip table of contents

Ferðauppgjör

Glugginn Ferðauppgjör sýnir yfirlit yfir öll ferðauppgjör.

image-20240416-145239.png

Með því að ýta á númer ferðauppgjörs fáið þið eftirfarandi valmynd. Glugginn skiptist í Almennt, Línur, Tengdir reikningar og Upplýsingar. Í Almennt eru settar inn almennar upplýsingar um ferðina, í Línur eru settar inn ítarlegar upplýsingar um einstaka þætti ferðarinnar og Upplýsingar um ferðauppgjör sýnir sundurliðun á kostnaði ferðauppgjörsins. 

image-20240416-145538.png

Almennt

Reitur 

Skýring 

Nr. 

Þegar nýtt ferðauppgjör er stofnað þá fær það sjálfgefið númer sem sett er upp í Númeraröð.  

Ferð nr.  

Það er valkvætt að tengja ferðauppgjör við ferð en hægt er að skilyrða notkun á því í starfsmannahaldsgrunni. Ef ferð er sótt þá fyllast eftirtaldir reitir sjálfkrafa út frá henni; Tilgangur ferðar, Nánari lýsing, Bókunardags, Deild og Verkefni, Gjaldmiðilskóti, Brottfaradagur, Komudagur Verknúmer og Verkhluti. Þó þessar upplýsingar komi sjálfkrafa frá ferð er hægt að breyta þeim á ferðauppgjörinu. 

Starfsmaður nr. 

Hér er valinn sá starfsmaður sem er verið að gera upp við.  

Tilgangur ferðar

Tilgreinir tilgang ferðar.


Línur

Hér eru skráningarlínur fyrir kostnaðarliði ferðarinnar.  

Reitur 

Skýring 

Tegund 

Hér er valin tegund kostnaðar, t.d. dagpeningar, útlagður kostnaður eða akstur. Sett upp í töflunni Tegund ferðakostnaðar. 

Kóti 

Hér er valin sá kóti sem við á og er aðeins hægt að velja milli kóta sem settir hafa verið undir þá tegund sem valin var. 

Lýsing 

Lýsingin fylgir kótanum en hægt er að breyta ef við á. 

Brottför og Komudagur 

Kemur sjálfkrafa skv. því sem skráð er í Almennt en hægt að breyta. 

Fjöldi  

Kerfið reiknar út fjölda daga og eru bæði upphafs og lokadagur talin með. Það er hægt að breyta fjölda daga ef við á.  

Ein upphæð 

Kerfið sækir þessar upplýsingar þegar Kóti er valinn en einnig er hægt að skrá handvirkt eða breyta verði. 

Upphæð 

Kerfið margaldar saman reitina Fjöldi og Ein. upphæð. Það er hægt að skrifa í reitinn upphæð en þá breytist einingaverðið. 

Upphæð (HGM) 

Þessi reitur margfaldar saman reitina Fjöldi daga, Ein upphæð og Gengi

Gjaldmiðilskóti upphæðar 

Hér er settur inn sá gjaldmiðill sem notaður er við útreikning. Vegna Dagpeninga er almennt notað viðmið frá ríkisskattstjóra, þ.e XDR. 

Gengi 

Kerfið sækir gengið sem sett er upp á viðkomandi Kóta. 

Viðmiðunardags 

Dagsetningin sem kerfið notar sem viðmiðunardagsetningu við útreikninga á gengi gjaldsmiðils í uppgjörinu. 

Verk nr. og Verkhluti 

Hér birtast verknúmer og verkhluti hafi það verið tengt ferðakostnaðinum. 

Fjöldi km 

Hér skal setja inn þann fjölda kílómetra sem verið er að greiða fyrir þegar um akstur er að ræða. 

Tengdir reikningar

Tengdir reikningar eru skráðir til þess að sækja þann kostnað sem tilfellur vegna ferðar, ferðauppgjörs.  Tilgangurinn er að sjá heildarkostnað við ákveðið uppgjör. 

Reitayfirlit 

Skýring

Tegund 

Tegund valin sem við á, í starfsmannahaldsgrunni eru settir upp fjárhagslyklar sem tilheyra kostnaði við ferðir. 

Númer fylgiskjals 

Kafað er eftir færslum á viðkomandi lykil til að tengja við ferðauppgjörið. 

Upphæð 

Sú upphæð sem er á tengdu fylgiskjali. 


Borði á ferðauppgjöri

hnappur 

Skýring 

Bóka hluta 

Þegar lína er komin í ferðauppgjör er hægt að gera það upp við starfsmanninn með því að bóka hluta. Við það myndast innkaupareikningur á allar opnar línur í uppgjörinu sem hægt er að láta kerfið bóka strax en einnig er hægt að opna viðkomandi innkaupareikning og bóka sérstaklega. Með þessu móti helst uppgjörið opið og er því hægt að bæta kostnaði á það eftir þörfum og bóka aftur að hluta síðar. Línur verða grænar ef það er búið að mynda innkaupareikning fyrir greiðslunni. 

Bóka ferðauppgjör  

Ef allar línur eru komnar inn í ferðauppgjörið má bóka það, virkar á sama hátt og að bóka að hluta. 

Loka 

Þegar allt er komið inn á ferðauppgjörið sem tilheyri því þá er því lokað og fer það þá í Bókuð ferðauppgjör í valmynd. 

Starfsmaður 

Ef búið er að setja starfsmann á ferðauppgjörið er hægt að smella hér til að opna viðkomandi lánardrottnaspjald. 

Upplýsingar um ferðauppgjör

Hér er samantekt á því sem tengist viðkomandi ferðauppgjöri. Hægt er að smella á upphæðir til að sjá sundurliðun á upphæðunum. 

image-20240416-145910.png

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.