Skip to main content
Skip table of contents

Ferðir

Glugginn Ferðir er notaður til að skrá ferðir og halda utan um heildarkostnað ferðar. Valkvætt er hvort ferð sé stofnuð en það flýtir fyrir þegar starfsmenn fara saman í ferð.

image-20240416-144533.png

Til að stofna nýja ferð er klikkað á +Nýtt. Ef það á að skoða ferð eða breyta er klikkað á númer þeirrar ferðar. Glugginn skiptist í þrjá hluta; Almennt, Línur og Upplýsingar um ferð. Í Almennt eru settar inn almennar upplýsingar um ferðina og í Línur er settur inn kostnaður sem fer inn á alla starfsmenn í ferðinni. Upplýsingar um ferð sýnir sundurliðun á kostnaði vegna ferðarinnar. 

image-20240416-144745.png

Almennt

Reitur 

Skýring 

Nr. 

Þegar ný ferð er stofnuð fær hún sjálfgefið númer sem sett er upp í Númeraröð

Tilgangur ferðar 

Frjáls texti sem kemur á ferðauppgjör. 

Nánari lýsing 

Frjáls texti sem kemur á ferðauppgjör. 

Bókunardags. 

Bókunardagur sem kemur fram á ferðauppgjöri og er bókunardagur yfir í fjárhag, nema honum sé breytt á ferðauppgjöri. 

Deild, verkefni

Frjálst að setja hér inn, en nauðsynlegt ef það á að bóka kostnað á verk eða víddir. 

Brottfarar- og komudagur

Brottfarar- og komudagur ferðar

Línur

Reitur 

Skýring 

Tegund 

Hér er valið hvaða tegund á við, dagpeningar, akstur eða útlagður kostnaður. 

Kóti 

Hér er valinn sá kóti sem við á og er aðeins hægt að velja milli kóta sem settir hafa verið undir þá tegund sem valin var. 

Lýsing 

Kemur sjálfkrafa þegar Kóti er valin, skilgreint í töflunni Tegund ferðakostnaðar, en hægt að breyta. 

Brottför og Komudagur 

Kemur sjálfkrafa, eftir því sem sett er inn undir Almennt, en hægt að breyta. 

Fjöldi 

Kerfið reiknar út fjölda daga og eru bæði upphafs og lokadagur talin með. 

Ein. upphæð 

Upphæðin kemur sjálfkrafa skv. uppsetningu á Tegund ferða-kostnaðar og í þeim gjaldmiðli sem þar er skilgreindur. Ef engin upphæð er í uppsetningu er hægt að handslá einingaverðið hér inn. 

Upphæð 

Einingarupphæð marfölduð með fjölda. 

Upphæð (HMG) 

Upphæð í gjaldmiðli fyrirtækisins. 

Gjaldmiðilskóti 

Sá gjaldmiðill sem unnið er með.  

Gengi 

Gengi gjaldmiðils fyrir viðkomandi dag. 

Viðmiðunardags 

Dagsetning sem miðað er við til útreiknings gengis.  

Tímabil 

Textareitur þar sem hægt er að gefa nánari skýringu á tímabili ferðar. 

Verk nr. og Verkhluti 

Valkvætt, sett inn ef tengja á við ákveðið verk og verkhluta. 

Fjöldi km 

Hér er settur inn sá fjöldi kílómetra sem verið er að greiða fyrir. 

Upplýsingar um ferð

Í upplýsingarkassanum Upplýsingar um ferð er samantekt á því sem tengist viðkomandi ferð. Hægt er að smella á upphæðir til að sjá sundurliðun á upphæðunum. 

image-20240416-145007.png

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.