Rekjanleiki og úttekt gagna
Í þessum kafla er nokkrum leiðum til að finna upplýsingar í kerfinu lýst.
Skýrslur
Eftirfarandi er yfirlit yfir þær skýrslur sem fylgja með ferðauppgjörskerfinu.
Skýrsla | Skýring |
Ferðauppgjör | Hægt er að prenta út óbókað ferðauppgjör og haka við tengda reikninga til að sjá heildarkostnað viðkomandi ferðar, ferðauppgjör. |
Bókað ferðauppgjör | Sama og Ferðauppgjör, sjá að ofan, bara bókað. |
Bókuð ferðauppgjör- yfirlit | Einfalt yfirlit yfir öll bókuð ferðauppgjör. |
Óbókuð ferðauppgjör - yfirlit | Einfalt yfirlit yfir öll óbókuð ferðauppgjör. |
Yfirlit – óbók. ferðir pr. tegund | Yfirlit yfir kostnað vegna óbókaðra ferða sundurliðað eftir Tegund og Kóta. |
Yfirlit – bók. ferðir pr. tegund | Yfirlit yfir kostnað vegna bókaðra ferða sundurliðað eftir Tegund og Kóta. |
Kostnaður við ferðir | Hægt að taka heildarkostnað út fyrir ferðir. |