Skip to main content
Skip table of contents

Um kerfið

Með ferðauppgjörskerfi er á einfaldan hátt haldið utan um dagpeningagreiðslur og útlagðan kostnað starfsmanna, bæði innanlands og utan, sem og greiddan akstur skv. akstursbók. Hægt er að nota alla þá gjaldmiðla sem settir hafa verið upp í fjárhagshluta NAV kerfisins við útreikning á útlögðum kostnaði. Þegar skráningu er lokið og starfsmaður hefur undirritað staðfestingu er ferðauppgjörið bókað. Þegar ferðauppgjör er notað óháð Wise Starfsmannakerfi er alltaf verið að bóka á lánardrottinn. 

Gengi uppfærist um leið og gengi er lesið inn í lista Gjaldmiðils. Einnig er auðvelt að uppfæra gengi á SDR, upphæð dagpeninga innanlands pr. dag og kílómetragjald. Það er venjulega gert 1x – 2x á ári (eða þegar ríkisskattstjóri breytir viðmiðunum).  

Hægt er að prenta út ýmsar skýrslur t.d. óbókað og bókað ferðauppgjör, kostnað per ferð og yfirlit bókaðra ferða per tegund. 

Ferðir

Með því að stofna ferðir og tengja við ferðauppgjör er auðvelt að sjá heildarkostnað ferða. Einnig er hægt að stofna mörg ferðauppgjör á fleiri en einn aðila með einni aðgerð. Að stofna ferðir er valkvætt, sett upp í Ferðauppgjörsgrunni í þeim tilgangi að geta séð heildarkostnað niður á ferðir.

Ferðauppgjör

Ferðauppgjör eru tengd við starfsmenn sem lánardrottna. Innkaupareikningar myndast við bókun á ferðauppgjöri og er valkvætt hvort innkaupareikningar bókist strax eða eftir á. Með því að tengja ferðauppgjör við lánardrottna og mynda innkaupareikninga er hægt að nýta sér aðra kerfishluta í NAV kerfinu eins og greiðslutillögur lánardrottna og greiða alla leið út frá bankakerfinu. 

Undir ferðauppgjör má sjá öll ferðauppgjör ásamt ýmsum aðgerðum. Upplýsingasvæði hægra megin heldur utan um heildarupphæð úr línum þ.e. samanlagðar dagpeningagreiðslur, akstursgreiðslur og greiðslur vegna útlags kostnaðar. 

Lestur handbókar

Til að auðvelda lestur og skilning á efni handbókarinnar þá er mikilvægt að lesandi kynni sér eftirfarandi atriði sem unnið er út frá í skýringum á aðgerðum í kerfinu. 

Útlit 

Atriði 

CTRL 

Takkar á lyklaborðinu. Heiti þeirra eru rituð með hástöfum. 

Vinnsla 

Liðir í valmynd og hnappar í gluggum. Heiti þeirra byrja ávallt á hástaf og valstafurinn er undirstrikaður. Ágætt er að venja sig á að nota ekki músina en hnappar eru þá valdir með því að ýta á ALT hnappinn á lyklaborðinu og valstaf í hnappi sem er undirstrikaður. 

Heimili 

Reitaheiti. Þau eru rituð með feitu letri og byrja á hástaf. Þetta á einnig við um F-lykla. 

Almennt 

Heiti glugga, kassa og flipa.  Þau eru rituð með feitu skáletri og byrja á hástaf. 

 

Texti sem á að slá inn, til dæmis „…sláðu inn Já í þennan reit.” Hann er ritaður með skáletri. 

handbok.doc 

Skráarheiti. Þau eru rituð með Courier-letri og lágstöfum. 

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.