Skip to main content
Skip table of contents

Uppsetning

Ferðauppgjörsgrunnur

 

Í Ferðauppgjörsgrunni eru settar inn stýringar sem kerfið styðst við þegar verið er að bóka.  

Númeraröð

Númeraraðir eru settar upp í töflunni Númeraraðir og tengdar í viðeigandi reitum í ferðauppgjörsgrunninum. 

image-20240416-121431.png

Ferðauppgjör

image-20240416-121457.png

  • Reikn. annars ferðakostn. - Hér er hægt að setja inn ákveðna fjárhagslykla sem hægt er að kafa eftir þegar tengja á kostnað inn á ferðauppgjör, þá koma ekki upp allir fjárhagslyklar í kerfinu. Þetta á við þann ferðakostnað sem fer ekki í gegnum starfsmann (lánardr.) heldur ef fyrirtækið leggur út beint fyrir ferðinni. 

  • Bóka verknotkun - Notað þegar bóka á kostnað inn á ákveðið verk til þess að reikningsfæra og/eða fylgjast með kostnaði á verk. 

  • Fjárhagsr. fyrir verkfærslur - Ef kostnaður á verk á að bókast inn á fyrirfram ákveðin fjárhagslykil er hann settur hér inn.  

  • Sjálfgefin ferðauppgjörs tegund - Hér er miðað við að bóka allt í gegnum lánardrottinn og er þetta því sjálfgefið. 

  • Reikningur fyrir tímabundna bókun - Valkvætt. 

  • Skylda ferð í ferðauppgjöri - Ef hakað er í þetta er ekki hægt að gera ferðauppgjör án þess að tengja það við ákveðna ferð.  

  • Sjálfvirk bókun innkaupareikninga - Innkaupareikningar myndast um leið og ferðauppgjör er bókað eða bókað að hluta. Ef hakað er í þennan reit þá bókast innkaupareikningurinn beint, annars þarf að bóka hann sérstaklega. 

  • Sjálfgefið tölvupóstfang (frá) fyrir ferðauppgjör - Þegar ferðauppgjör er bókað eða bókað að hluta fer tölvupóstur á þann lánardrottinn sem tilgreindur er á ferðauppgjörinu. Þessi póstur kemur frá því tölvupóstfangi sem tilgreint er í þessum reit. 

  • Bæta sjálfgefnu tölvupóstfang (frá) sem CC - Ef hakað er hér þá fer afrit af tölvupóstum á netfangið sem tilgreint er í reitnum Sjálfgefið tölvupóstfang (frá) fyrir ferðauppgjör. 

  • Staðgreiðsluskatts % - Sú skatta% sem er notuð við útreikning á staðgreiðslu, ef það á við. 

  • Ógreidd staðgreiðsla - Sá fjárhagslykill sem ógreidd staðgreiðsla bókast inná. 

  • Tryggingagjalds% - Sú tryggingagjalds% sem notuð er við útreikning á tryggingagjaldi, ef það á við. 

  • Ógreitt tryggingagjald - Sá fjárhagslykill sem tryggingagjaldið bókast á. 

  • Gjaldfærslulykill trgj. - Sá fjárhagslykill sem tryggingagjaldið gjaldfærist á, ef það á við. 

  • Samþykkt í notkun - Ef nota á samþykkt þarf að haka hér

  • Sjálfgefin samþykkjandi - Sá notandi sem er aðal samþykkjandi og kemur til með að samþykkja öll ferðauppgjör. Ef nota á samþykkt verða samþykkjendur að samþykkja uppgjörin áður en hægt er að bóka þau.  

  • Annar samþykkjandi - Sá aðili sem má samþykkja fyrir þann sem er sjálfgefin. Það þarf einnig að skilgreina þann aðila í Notandauppsetningu

  • Afmarka lánardrottnalista á bókunarflokk - Hægt er að vera með sér bókunarflokk á þá lánardrottna sem er gert ferðauppgjör á. Ef sá bókunarflokkur er tilgreindur hér koma aðeins þeir lánardrottnar upp í listanum þegar ferðauppgjör er gert.

Rafræn samskipti

image-20240416-131540.png

  • RSK Vefþjónustuslóð staðgreiðslu - Slóð sem tekur á móti skilum RSK. 

  • Veflykill RSK - Veflykill fyrirtækisins fyrir rafræn skil staðgreiðslu. 

  • Slóð XML skjala - XML skjöl sem send eru í rafrænum skilum vistast niður í þá möppu sem tilgreind er í þessum reit. 

  • Tölvupóstfang - Þegar staðgreiðslu er skilað rafrænt þarf að skilgreina póstfang þess sem skilar. 

  • Sýna móttekið XML - Sýna XML svar vegna staðgreiðsluskila.

  • Sýna sent XML - Sýna sent XML vegna staðgreiðsluskila.

Aðgangur launamiða

image-20240416-131716.png
  • Vefþjónusta launamiða - Tilgreinir vefslóðina sem notuð er til að skila launamiðum til RSK.

  • Veflykill launamiða - Tilgreinir veflykil rafrænna skila á launamiðum.

  • Prófunarumhverfi - Tilgreinir hvort prófunarumhverfi eigi að vera virkt.

  • Vefþjónusta launamiða fyrir prófanir - Tilgreinir prófunar vefslóðina sem notuð er til að skila launamiðum til RSK.

  • Kerfisútgáfa launamiða - Tilgreinir hvaða útgáfu ferðauppgjörskerfið tilheyrir.

  • Sýna móttekið XML - Tilgreinir hvort sýna eigi móttekið xml launamiða

  • Sýna sent XML - Tilgreinir hvort sýna eigi sent xml launamiða.


Tegund ferðakostnaðar

image-20240416-132145.png

  • Kóti - Í þessum reit er útbúin kóti fyrir tegund ferðakostnaðar. 

  • Nafn - Lýsandi nafn á kótanum. 

  • Tegund - Segir til um hverskonar kóta sé um að ræða t.d. dagpeningar, akstur eða útlagður kostnaður. 

  • Gjaldmiðill upphæðar - Í þennan reit er settur sá gjaldmiðill sem kótinn á að taka mið af. 

  • Upphæð - Einingarverð á hvern kóta fyrir sig, getur verið kílómetragjald, verð á ferð eða dagsgjald. Upphæðir á dagpeningum og akstri eru ákveðin í lögum og eru að finna á vef RSK. 

  • Innanlands - Ef tegundin er greidd vegna innanlands ferða. 

  • Gjaldmiðill skattmats - Ef kótinn er í gjaldmiðli þá er oftast sá sami settur inn hér, gefið upp hjá RSK. 

  • Skattmat - Ef upphæð er hærri en RSK gefur upp, þá reiknast mismunur sem er staðgreiðsluskyldur. 

  • Undanþegið tryggingargjaldi - Ef kóti er undanþegin greiðslum á tryggingargjaldi. 

  • Fyrirframgreitt - Ef kostnaður er fyrirframgreiddur

  • Gisting - Ef kostnaður er gisting

  • Fjárhagsreikningsnr. kostnaðar - Hér þarf að tilgreina hvar annar kostnaður bókast. 

  • Reitur á Launamiða - Sett inn þegar það á við skv. upplýsingum af vef RSK. 

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.