Skip to main content
Skip table of contents

Uppsetning Uppáskriftarkerfisnotanda

Farið í Uppsetning með hjálp sem er aðgengilegt ef smellt er á tannhjólið sem er staðsett efst í hægra horni vafrans.

Veljið Setja upp Uppáskriftarkerfisnotanda og fylgið leiðbeiningaraðstoðinni.

Við það opnast nýr gluggi Uppsetning uppáskriftarnotanda. Veljið þar Áfram.

Veljið kóta notanda, úr lista af uppsettum notendum í kerfinu, til uppsetningar sem uppáskriftarnotanda. Veljið því næst tegund af uppáskriftarnotanda.

Ef notandi sem á að stofna er ekki til í listanum þarf að stofna hann með því að velja örina til að fá fellilista og smella svo á Nýtt.

Við það opnast næsti gluggi þar sem hægt er að afrita upplýsingar um afmarkanir af öðrum notanda. Þetta er einungis notað ef notandi má ekki sjá alla fjárhagsreikninga, vörur, viðskiptamenn, lánardrottna, bankareikninga, eignir eða víddir. Veljið svo Áfram.

Við það opnast næsti gluggi þar sem valið er hvað notandinn má gera í kerfinu. Fyrst hvort hann megi samþykkja reikninga fyrir aðra notendur (1), hvort notandinn megi stofna beiðnir (2) og hvort notandi megi samþykkja allt, eingöngu uppáskriftarlínur, eingöngu uppáskriftarhausa eða ekkert (3). Veljið svo Áfram.

Við það opnast næsti gluggi þar sem netfang notandans er sett upp (1) og tungumál notandans er valið (2) . Einungis þarf að tilgreina tungumál ef það á að vera annað en sjálfgildi.

Veljið síðan við hvaða aðgerð í kerfinu viðkomandi á að fá tilkynningu í tölvupósti (3). Veljið síðan Áfram.

Við það opnast næsti gluggi þar sem valdar eru sjálfgefnar víddir fyrir notanda, ef við á. Veljið síðan Áfram.

Við það opnast næsti gluggi þar sem valið er í hvaða fyrirtækjum þú vilt stofna uppáskriftarnotanda í. Setjið hak í þau fyrirtæki sem við á og veljið síðan Áfram.

Við það opnast næsti gluggi þar sem valið er Ljúka.

Til hamingju, grunnuppsetningunni er nú lokið og þú getur byrjað að nýta þér möguleika kerfisins.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.