Skip to main content
Skip table of contents

Uppsetning

Hafi Wise card ekki verið sett upp mun kerfið láta vita þegar farið er í uppsetningu kortategunda og bjóða notanda aðstoð við uppsetningu á kerfinu. Sé smellt á Opna þá opnast uppsetningaraðstoðin.

Fyrsta skrefið er útskýring á ferlinu og smellt er á Næsta

Skref 1

Hér þarf að tilgreina kortategund og kóta sem tilgreinir frá hvaða fyrirtæki færslurnar eru lesnar inn. Lýsing kortategundar tilgreinir texta til að lýsa kortategund.

Skref 2

  • Tilgreina hvort stofna eigi kortanúmer sjálfkrafa.

  • Tilgreina hvort stofna eigi kort sem lánardrottinn.

  • Tilgreina hvort lánardrottinn sé stofnaður sjálfkrafa við innlestur færslna.

Skref 3

Hér er valið hvort færslur séu sendar í færslubók eða í uppáskriftarkerfi.

Skref 4

Hér er sett inn notendanafn og lykilorð til að sækja færslur frá kortafyrirtækinu.

Skref 5

Uppsetningu lokið og valið er að Ljúka.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.