Eignir
Komin er tenging á milli Eignakerfis og Mannauðskerfis á þann hátt að núna er hægt að úthluta eignum á starfsmann. T.d. ef keyptur er sími þá er hann færður í eignabók í eignakerfinu og þar er hægt að úthluta á starfsmanninn. Ef það er úthlutað á starfsmann þá myndast eignafærsla á viðkomandi starfsmann í Mannauðskerfinu.
Ef úthluta á eign á starfsmann sem þegar er til í kerfinu þá er farið í Starfaspjald viðkomandi starfsmanns og þar er valið Úthluta eign á starfsmanninn.