Skip to main content
Skip table of contents

Jafnlaunavottun


Í Mannauðskerfi Wise er hægt að halda utan um jafnlaunavottun ef tölugildi eru notuð til þess að meta störfin. Þá er tölugildunum lýst í uppsetningu eftir yfirviðmiðum, undirviðmiðum og þrepum þar sem þrepin hafa töluleg gildi. Síðan er hvert starf metið eftir þessum skölum. Við miðum við verklag sem er kynnt hér undir liðnum Starfaflokkun – reiknilíkan.

Embla - launagreiningartól

Nánari lýsing á verklagi er að starfið er skilgreint undir því sem heitir Stöðugildi og það þarf að vera til stöðugildi fyrir hvert starf í fyrirtækinu. Síðan eru starfsmenn tengdir við stöðugildið og taka sjálfkrafa þá stigagjöf sem stöðugildið hefur. Þar er síðan hægt að bæta við persónulegum þáttum sem hafa áhrif á ákvörðun launa starfsmannsins. Síðan er þessi stigagjöf borin saman við launagreiðslur til þess að sjá hvort kyn eða aðrir hópbundnir þættir hafa áhrif á launagreiðslur til starfsmanna hjá fyrirtækinu.
Athugið að ýmis önnur atriði svo sem símar og tölvur til afnota og fleira þarf að liggja fyrir þannig að það er sjálfsagt að halda utan um það líka í Mannauðskerfinu.

Hér er dæmi um einfalda skilgreiningu - athugið að lýsingar eru á bak við hverja stigagjöf í sérstakri töflu yfir þrepin. 


Stærri fyrirtæki nýta Wise Analyzer til þess að greina þessi gögn fyrir vottun en ef um lítil fyrirtæki er að ræða er nægilegt að nýta Excel skýrslu sem er í Launakerfinu.
Lýsing á jafnlaunavottun er að öðru leyti en hér á viðkomandi stöðum í þessari handbók, þ.e. við lýsingu á stöðugildum og uppsetningarþáttum, en einnig er hægt að nálgast skjal sem inniheldur einungis yfirferð yfir jafnlaunavottunina.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.