Skip to main content
Skip table of contents

Menntun og hæfi

Mannauðskerfið heldur utan um menntun og hæfi starfsmanna, skráningu og greiningu upplýsinga. Mikilvægt er að geta skráð próf og námskeið um leið og farið er í/á þau. Þannig er auðveldara að sjá hvaða menntun og hæfi starfsmenn hafa. Ef verið er að skrá námskeið eða próf sem greidd eru af fyrirtækinu er hægt að taka út skýrslu sem tekur saman hversu mikið hefur verið fjárfest í námskeiðum/prófum á tilteknu tímabili og hvaða starfsmenn um er að ræða.

Í listanum undir Menntun og hæfi má með einföldum hætti sjá fjölda starfsmanna með viðkomandi menntun/hæfi og hvaða starfsmenn það eru ásamt þeim störfum sem gera kröfu um þessa menntun/hæfni. Einnig er hægt að stofna fleiri kóta fyrir nýja hæfni eða námskeið.

Skráning á menntun og hæfi

Hér er skráð menntun sem starfsmenn sækja á kostnað fyrirtækisins og er á ákveðnu tímabili. Til að skrá menntun og hæfi er farið í Menntun og hæfi undir Wise Mannauðskerfi og Starfsmenn og valið Skráning á menntun og hæfi. Möguleiki er að skrá menntun og hæfi eins eða fleiri starfsmanna í einu og bóka skráninguna. Þannig er haldið utan um ferilinn en við bókun færast upplýsingarnar á spjald hvers starfsmanns fyrir sig.

Almennt

Reitur

Skýring

Númer

Þegar skráning er stofnuð þá fær hún sjálfgefið númer sem ekki er hægt að breyta.

Menntunar og hæfiskóti

Hér er hægt að velja þá kóta sem eru í boði.

Menntunarflokkur

Hægt er að velja þann menntunarflokk sem tilheyrir Menntunar- og hæfiskótanum sem var valin á undan.

Gráða

Hér er valin sú gráða sem við á. Ef engin gráða fæst þá er valið Námskeið.

Tegund

Í þessum glugga er tilgreint hvar viðkomandi þekkingu/kunnáttu var aflað.

Lýsing

Lýsing námskeiðs/menntunar er sett inn hér.

Frá dags.

Hér er tilgreind upphafsdagsetning.

Til dags.

Hér er tilgreind lokadagsetning.

Kostnaður

Hér er skráður kostnaður pr. starfsmann.

Klst.

Hér eru skráður fjöldi klukkustunda ef við á annars skal gildið 1 sett í reitinn.

Stofnun/Fyrirtæki

Hér er skráð hjá hvaða stofnun eða fyrirtæki viðkomandi menntun og hæfi fékkst.

Einnig er hægt að skrá beint af starfsmannaspjaldi eins og sýnt er hér:

Línur

Undir flipanum Línur má skrá þá starfsmenn sem skráðir eru með eftirfarandi hæfi eða námskeið. Einnig hvort að viðkomandi hefur lokið námskeiði og athugasemdir.

Hæfni og réttindi starfsmanna

Undir réttindi starfsmanna má finna lista yfir öll réttindi sem starfsmenn hafa hlotið.

JavaScript errors detected

Please note, these errors can depend on your browser setup.

If this problem persists, please contact our support.