Skýrslur og greining
Í þessum kafla eru útskýringar á nokkrum leiðum til að nálgast upplýsingar í kerfinu undir listanum Skýrslur og greining.
Eftirfarandi er yfirlit yfir þær skýrslur sem fylgja með kerfinu. Einhverjar skýrslur eru einnig aðgengilegar frá öðrum valmyndum eða gluggum í kerfinu.
Starfsmenn
Starfsmannalisti | Skýrslan birtir lista yfir starfsmenn |
Upplýsingar um ýmsa hluti | Er notuð til að prenta lista yfir ýmsa hluti í vörslu starfsmanna. |
Starfsmannavelta | Skýrslan birtir starfsmannaveltu fyrir valið tímabil, þ.e. fjöldi starfsmanna sem hættu, meðalfjölda starfsmanna á tímabilinu og útreiknaða starfsmannaveltu. |
Símanúmer starfsmanna | Í þessari skýrslu er listi yfir símanúmer starfsmanna. Listinn birtir innanhúsnúmer starfsmannam, heimasíma og farsíma. |
Heimilisföng starfsmanna | Listi yfir starfsmenn ásamt kennitölum og heimilisfangi. |
Afmæli starfsmanna | Listi yfir starfsmenn ásamt kennitölum og fæðingardegi. |
Merkimiðar starfsmanna | Í skýrslunni er hægt að velja um 4 mismunandi miðastærðir þ.e. 36*70 mm (3 dálkar), 37*70 mm (3 dálkar), 36*105 mm (2 dálkar) og 37*105 mm (2 dálkar) og hvort prentað er heimilisfang eða annað aðsetur fyrir þá starfsmenn sem valdir eru. Prenta má merkimiða með nöfnum allra starfsmannanna eða velja úr eftir þörfum. Séu allir reitir hafðir auðir eru prentaðir merkimiðar með nöfnum allra starfsmanna. |
Menntun og hæfi
Menntun og hæfi starfsmanna | Skýrslan birtir yfirlit yfir menntun og hæfi starfsmanna. |
Menntun - Yfirlit | Skýrslan birtir ítarlegar upplýsingar um menntun starfsmanna. Hægt er að leita eftir ákveðinni hæfni eða ákveðnum starfsmanni. |
Eignir
Eignalisti | Listi yfir þær eignir sem eru skráðar í kerfinu. |